fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Pressan

Sjaldgæfur sjúkdómur breiðist út í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 05:36

Svona líta blöðrur af völdum apabólu út. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á að átta manns í Madrid, höfuðborg Spánar, séu smitaðir af apabólu. Nokkur tilfelli hafa verið staðfest í Bretlandi og Portúgal.

El País skýrir frá þessu. Fram kemur að enn sé beðið eftir niðurstöðu sýnatöku hjá fólkinu í Madrid.

Á laugardaginn voru þrjú tilfelli skráð í Bretlandi en þar komu fyrstu tilfellin í Evrópu upp. Síðan hafa sex tilfelli bæst við að sögn heilbrigðisyfirvalda. Þar í landi eru flestir hinna smituðu karlar sem stunda kynlíf með körlum. Susan Hopkins, aðalráðgjafi hjá heilbrigðisyfirvöldum, hvetur karla, sérstaklega samkynhneigða og tvíkynhneigða, til að vera á varðbergi vegna óvenjulegra útbrota eða áverka og hafa strax samband við heilbrigðisyfirvöld ef þeir verða varir við slíkt.

El País segir að þrjú tilfelli hafi verið staðfest í Portúgal og beðið sé eftir niðurstöðu sýnatöku úr fleiri sem eru taldir vera smitaðir.

Bresk heilbrigðisyfirvöld segja að veiran, apabóluveira, smitist við náin samskipti. Flestir fá væg einkenni og jafna sig á nokkrum vikum. En í sumum tilfellum getur verið um alvarleg veikindi að ræða.

Auk þess að greinast í Evrópu hefur apabóla greinst í Bandaríkjunum.

Fyrstu sjúkdómseinkennin eru oft hiti, höfuðverkur, beinverkir, kuldahrollur og þreyta. Síðan geta komið útbrot með blöðrum og láta þau oft fyrst á sér kræla í andlitinu. Síðan breiðast þau út um líkamann. Útbrotin fara í gegnum mismunandi stig og verða að lokum að einhverskonar hrúðri sem dettur af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum