fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Pressan

Var týnd í sex daga – Líkið fannst í skotti bílsins hennar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 21:00

Angela Leann Mitchell. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun maí hvarf Angela Leann Mitchell, 24 ára fjögurra barna móðir, sporlaust í Texas. Hún skilaði sér ekki heim til barna sinna í Dickinson og hafði móðir hennar þá samband við lögregluna.

Síðast sást til hennar um 20 kílómetra frá heimili hennar.  Móðir hennar sagði að þegar hún hafi hringt í hana hafi hún strax fengið samband við talhólf. Ekki hafi lengur verið hægt að fylgjast með ferðum hennar í gegnum símann.

Lögreglan fann bifreið hennar í bænum sama dag og tilkynnt var um hvarf hennar. Móður hennar fannst staðsetning bifreiðarinnar undarleg en hafði enga hugmynd um hvaða fréttir biðu hennar nokkrum dögum síðar og það sama átti við lögregluna sem taldi bílinn ekki tengjast hvarfi Angela á neinn hátt.

Móðir hennar sagðist hafa haft slæma tilfinningu fyrir þessu og hafi beðið lögregluna um að skoða bílinn vel og leita í honum en hún hafi ekki viljað gera það.

Lögreglan lét bílinn því standa óhreyfðan. Sex dögum eftir að tilkynnt var um hvarf Angela tilkynnti óþekktur aðili að mikinn óþef legði frá bifreiðinni. Þegar lögreglan opnaði skottið var lík Angela í því.

Dánarorsök hennar liggur ekki fyrir og lögreglan veit ekki hver myrti hana en gengið er út frá því að hún hafi verið myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins
Pressan
Fyrir 1 viku

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað
Pressan
Fyrir 1 viku

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu