fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Leyndarmálin í kjallara Taj Mahal – „Yfirvöld lokuðu herbergjunum fyrir almenningi eftir það“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 22:20

Taj Mahal - Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eru einhver leyndarmál geymd í herbergum magnaðasta minnisvarða heims?“

Að þessu spyr Soutik Biswas, fréttaritari BBC í Indlandi, í grein sem birtist á dögunum á vefsíðu BBC. Ástæðan fyrir þessari spurningu er sú að síðastliðinn fimmtudag vísaði hæstiréttur Indlands frá tillögu um að opna dyr yfir 20 lokaðra herbergja í Taj Mahal. Um er að ræða herbergi sem eiga að vera „lokuð að eilífu“.

Rajneesh Singh, fjölmiðlafulltrúi Bharatiya Janata flokksins, stærsta stjórnmálaflokks Indlands, vildi að herbergin yrðu opnuð svo hægt væri að komast að „raunverulegri sögu minnisvarðans“. Því hefur verið haldið fram að í þessum lokuðu herbergjum séu meðal annars helgiskrín tileinkað Hindu guðinum Shiva. „Við eigum öll rétt á að fá að vita hvað er inni í þessum herbergjum,“ sagði Singh fyrir dómnum.

Herbergin sem um ræðir eru flest staðsett í kjöllurum minnisvarðans. Því hefur verið haldið fram að ekkert merkilegt reynist í herbergjunum. Ebba Koch, austurrískur listasögufræðingur, á til að mynda að hafa fengið að heimsækja herbergin. Hún segir þó að í herbergjunum hafi verið að finna leyfar af máluðum skreytingum en ekki mikið meira.

Það rímar við það sem Amita Baig, framkvæmdastjóri World Monuments Fund í Indlandi, hefur að segja um herbergin. „Ég man eftir fallega máluðum ganginum þegar ég fór þangað,“ segir Baig en hún fékk að líta í herbergin fyrir um 20 árum síðan.

Indverski sagnfræðingurinn Rana Safvi segir svo að herbergin hafi eitt sinn verið opin en þegar það flæddi inn í þau árið 1978 var þeim lokað. „Yfirvöld lokuðu herbergjunum fyrir almenningi eftir það. Það er ekkert í þeim,“ segir Safvi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt