fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Pressan

Mjög ósáttur við Eurovision – „Fáránlegt og tilgangslaust“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. maí 2022 06:59

Hljómsveitin Kalush frá Úkraínu sigraði í Eurovision 2022. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraína sigraði í Eurovision á laugardaginn og var sigurinn mjög öruggur enda fékk úkraínska lagið næstum fullt hús stiga frá áhorfendum. En það eru ekki allir sáttir við úrslitin og spyrja sig hvort Úkraína hafi verið með besta lagið eða hvort sigurinn sé eingöngu tilkominn vegna stríðsins í Úkraínu?

Breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan er ekki í neinum vafa í þessum efnum og segir að stríðið sé eina ástæðan fyrir að Úkraína sigraði. Hann lét móðann mása um þetta á Twitter og sagði meðal annars:

„Fáránleg, tilgangslaus, pólitíska „keppni“ sló eigin met. Úkraína hefði getað sent sprengjuleitarhunda til að gelta þjóðsönginn og hefði samt unnið. Ég er ánægður fyrir þeirra hönd en hættið að kalla Eurovision keppni. Þetta er farsi þar sem búið er að semja um úrslitin.“

Piers Morgan.

 

 

 

 

 

 

Og síðan bætti hann við:

„Niðurstöður alþjóðlegrar söngva-„keppni“ eiga ekki að ráðast af hvaða land þjáist mest þegar keppnin er haldin. Þá er tilgangslaust að halda keppni.“

Hann fékk síðan bæði hrós og gagnrýni fyrir skrifin og það virðist hafa rekið aftur að lyklaborðinu því hann bætti við:

„Engum, sem kaus Úkraínu, finnst þetta besta lagið því það var augljóslega ekki nálægt því að vera besta lagið. Meira að segja Úkraínumönnum finnst þetta ekki besta lagið. Það fékk samúðaratkvæði, sem er í lagi ef við fjarlægjum „keppni“ frá Eurovision. Kallið þetta Eurovision Song Frivolity (Eurovision söngvafíflagang). Hættið bara að láta sem þetta sé keppni, það er þetta ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum