fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Pressan

Vaknaði eftir að hafa verið í dái í sex mánuði – Fékk skelfilegar fréttir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. maí 2022 20:00

John Pennington. Mynd:Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar John Pennington vaknaði upp af sex mánaða dái 2015 hélt hann að hann þyrfti að fara að mæta í vinnu. En honum brá mikið þegar hann áttaði sig á að hann lá í rúmi á sjúkrastofu. Handleggir hans og fætur voru fastspenntir. Hjúkrunarfræðingur var inni á stofunni þegar hann vaknaði og hann kallaði á hana og spurði hvort hann mætti fara á klósettið. Henni brá svo mikið að hún hljóp grátandi út.

Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mel Magazine. Hann sagðist hafa talið að hann hlyti að hafa drepið einhvern fyrst hann var ólaður fastur við rúmið. En svo var ekki. Hann hafði hlotið alvarlega heilaáverka og taldi taugasérfræðingur að ef svo ólíklega færi að hann kæmist til meðvitundar myndi ekki geta gert mikið. En sem betur fer hafði hann rangt fyrir sér.

Hjúkrunarfræðingur kom aftur eftir nokkrar mínútur og sagðist hafa þurft að jafna sig aðeins því Pennington hefði verið í dái í sex mánuði.

Pennington sat nýlega fyrir svörum um málið á samfélagsmiðlinum Reddit. Þar sagði hann að það hafi verið mikið áfall að vakna upp á sjúkrahúsinu en það hafi ekki verið mesta áfallið því það var þegar honum var sagt að faðir hans hefði tekið eigið líf á meðan hann var í dái. „Að missa föður minn var það erfiðasta. Ég held enn upp á afmælið hans og kaupi köku handa honum,“ sagði hann meðal annars.

Hann sagði að margt hafi bjátað á hjá fjölskyldu hans á þessum tíma. Hann hafi verið í dái, systir hans hafi glímt við eiturlyfjafíkn og faðir þeirra hafi reynt að aðstoða hana við að greiða húsaleiguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa
Pressan
Fyrir 1 viku

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó
Pressan
Fyrir 1 viku

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“