fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Farþega tókst að lenda flugvél heilu og höldnu eftir að flugmaðurinn veiktist

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. maí 2022 12:30

Vélin skömmu eftir lendingu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudagskvöldið tókst farþega í 14 sæta Cessna Caravan flugvél að lenda henni heilu og höldnu á Palm Beach alþjóðaflugvellinum í Flórída eftir að flugmaðurinn veiktist og gat ekki stýrt vélinni. Flugumferðarstjórar leiðbeindu farþeganum um stjórn vélarinnar.

Mirror segir að farþeginn hafi ekki haft hugmynd um hvernig ætti að fljúga flugvél þegar hann neyddist til að taka við stjórn vélarinnar þegar hún var um 100 km frá flugvellinum.

Farþeginn kallaði í gegnum talstöð og sagði að flugmaðurinn „væri óstarfhæfur“.  „Flugmaðurinn minn er óstarfhæfur. Ég hef ekki hugmynd um hvernig á að fljúga vélinni,“ kallaði maðurinn.

Þegar hann var spurður hvar vélinni væri sagðist hann ekki hafa hugmynd um það annað en að hann sæi strönd Flórída fyrir framan sig.

Honum var sagt að halda vængjum vélarinnar í láréttri stöðu og fljúga meðfram ströndinni á meðan reynt væri að staðsetja hana. Hún sást síðan um 30 km frá Palm Beach.

Eftir að farþeginn hafði lent vélinni heilu og höldnu sagði flugumferðarstjóri: „Þið voruð vitni að því að farþega tókst að lenda þessari flugvél.“ Annar svaraði þá: „Vá. Frábærlega gert.“

John Nance, sérfræðingur í flugmálum, sagði í samtali við WPBF-TV að hrós flugumferðarstjóranna væri eiginlega of hógvært. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri að einhver með enga reynslu af stjórn flugvélar lendi flugvél af þessari gerð. Aðilinn um borð í flugvélinni, reynslulaus í flugi, hlustaði greinilega vel og af yfirvegun og fylgdi þeim leiðbeiningum sem honum voru gefnar. Það gerði gæfumuninn,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?