fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Pressan

Notað og nýtt búðin seldi gamla styttu á spottprís – Síðan kom í ljós hver uppruni hennar er

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. maí 2022 15:30

Styttan góða. Mynd:Laura Young

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum árum keypti Laura Young, sem býr í Texas, gamla styttu í notað og nýtt búð í Texas. Fyrir hana greiddi hún sem svarar til um 5.000 íslenskra króna. Hún gat að vonum ekki vitað hvað framtíðinni myndi bera í skauti sér varðandi styttuna góðu en óhætt er að segja að saga hennar sé skrautleg.

Young, sem stundar viðskipti með fornmuni, fer reglulega í notað og nýtt verslanir til að leita að „fjársjóðum“. Í samtali við San Antonio Express-News sagði hún að þetta hafi virst vera rómversk stytta og að um góð kaup væri að ræða. „Í sólskini líktist hún því að hér gæti verið um eitthvað mjög, mjög sérstakt að ræða,“ sagði hún.

Sky News segir að í ljós hafi komið að styttan hafi verið flutt til Bandaríkjanna frá Þýskalandi í þeirri ringulreið sem ríkti þegar síðari heimsstyrjöldin geisaði.

Enn frekari rannsóknir leiddu í ljós að styttan er frá tímum Rómarveldis eða frá því einni öld fyrir Krist til einni öld eftir Krist og að hún hefði horfið frá Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni.

Styttan var fyrst sýnd opinberlega 1833 þegar hún var skráð í listaverkasafn Ludwig 1 konungs í Bæjarlandi. Hún var til sýnis í Aschaffenburg.  Bandamenn vörpuðu sprengjum á bæinn í janúar 1944 og skemmdist safnið mikið.

Á einhvern hátt hvarf styttan og endaði í Texas. Líklegt má telja að bandarískur hermaður hafi haft hana með sér heim.

Með aðstoð lögmanns í New York, sem sérhæfir sig í alþjóðlegum lögum varðandi listaverk, gerði Young þýskum yfirvöldum viðvart um styttuna og ráðstafanir voru gerðar til að koma henni í hendur yfirvalda í Bæjaralandi. Hún verður þó til láns á San Antonio Museum of Art í Texas þar til í maí á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn