fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Pressan

Apple hættir framleiðslu iPod

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. maí 2022 11:00

Framleiðslu iPod verður nú hætt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru rúmlega 20 ár síðan iPod leit dagsins ljós. En nú hefur Apple ákveðið að hætta framleiðslunni. Nú er það aðeins iPod touch, sem er nýjasta útgáfan af iPod, sem er fáanleg og verður til sölu svo lengi sem birgðir endast. En eftir það er sögu iPod lokið, að minnsta kosti sem framleiðsluvöru.

Greg Joswiak, varaforstjóri alþjóðamarkaðssetningar hjá Apple, segir á heimasíðu fyrirtækisins að andi iPod muni lifa áfram. Búið sé að fella ótrúlega tónlistarupplifun inn í margar af vörum fyrirtækisins. Allt frá iPhone til Apple Watch til HomePod Mini. Auk þess sé boðið upp á slíka upplifun í Mac, iPad og Apple TV.

Frá því að iPod kom á markað 2001 hafa margar álíka vörur frá öðrum keppinautum komið fram á sjónarsviðið. En með tilkomu tónlistarveitna á borð við Spotify dró úr áhuga fólks á iPod og álíka tækjum.

Fyrsta útgáfa iPod gat geymt 1.000 lög og rafhlaðan dugði í 10 klukkustundir. Nýjasta útgáfan af iPod touch kom á markað í maí 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina

Bandaríkin ætla að styrkja sig á Grænlandi – Ætla að setja pening í Thulestöðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði

Hakkararnir lýsa yfir öðru stríði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru

Bandaríkjamenn ætla sér að komast til botns í hvaðan fljúgandi furðuhlutir eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“

Eyðilagði hjónaband foreldra sinna – „Ég smitaði pabba af herpes“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn

Höfða mál á hendur syni sínum af því að hann hefur ekki eignast börn