fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Pressan

Enn ein krísan lúrir úti við sjóndeildarhringinn – „Þetta getur orðið mjög, mjög slæmt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 05:55

Úkraína er meðal stærstu kornframleiðenda heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að matvælaverð hefur hækkað ansi mikið að undanförnu. Ástæðurnar eru margvíslegar en meðal annars kemur stríðið í Úkraínu við sögu og áhrifa heimsfaraldursins gætir einnig, til dæmis vegna erfiðleika í flutningum um allan heim. En enn ein krísan lúrir úti við sjóndeildarhringinn og gæti orðið til þess að matvælaverð hækki enn frekar.

Þetta eru þurrkar en þeir geta haft mikil áhrif á matvælaverð því uppskeran verður ekki eins góð og ella. Í umfjöllun Børsen um málið er haft eftir Anders Mortensen, hrávörugreinanda hjá Agrocura, að nú sé óvenjulega þurrt í Evrópu, Bandaríkjunum og á nokkrum svæðum í Kanada. Allt eru þetta svæði þar sem mikil ræktun landbúnaðarafurða fer fram og skiptir sú framleiðsla miklu máli á hrávörumörkuðum heimsins.

Mortensen sagði að stríðið í Úkraínu hafi haft neikvæð áhrif á hrávörumarkaði og ef þurrkar bætist þar við geti það haft alvarlegar afleiðingar og valdið enn frekari verðhækkunum. „Þetta getur orðið mjög, mjög slæmt,“ sagði hann.

Til dæmis hefur verið mjög þurrt í Frakklandi síðustu mánuði en landið stendur undir þriðjungi af hveitiframleiðslu Evrópu. Ef ekki fer að rigna á næstunni er hætt við að uppskeran verði mun minni en ella. Mortensen sagði að enn geti uppskeran bjargast vegna þess að meðalhitinn í álfunni hafi verið frekar í lægri kantinum það sem af er ári. En til að uppskeran bjargist þarf að rigna mikið á næstu 14 dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum