fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Pressan

Vill aðstoða Norður-Kóreu gegn einu skilyrði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 17:00

Frá Norður-Kóreu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yoon Suk Yeol, nýr forseti Suður-Kóreu, er reiðubúinn til að aðstoða Norður-Kóreu efnahagslega gegn því að norðanmenn hætti kjarnorkuvopnabrölti sínu og láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Þessu hét hann í innsetningarræðu sinni í dag.

Yoon er íhaldsmaður úr People Power Party. Hann tók við embætti af Moon Jae-in.

CNN segir að í ræðu sinni hafi Yoon sagt að Suður-Kórea standi nú frammi fyrir mörgum vandamálum. Þar á meðal eru heimsfaraldur kórónuveirunnar, loftslagsbreytingar og fjöldi efnahagslegra og félagslegra vandamála.

Hann sagði kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu ógna heimshlutanum en hann væri reiðubúinn til viðræðna við norðanmenn og til að leita friðsamlegra lausna. Hann vilji aðstoða við að bæta lífskjör íbúa Norður-Kóreu gegn því að öryggið á svæðinu verið bætt. Ef Norður-Kórea sé reiðubúin til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi séu Suðurkóreumenn reiðubúnir til að vinna með alþjóðasamfélaginu að því að gera áætlun sem muni styrkja efnahag Norður-Kóreu og bæta lífskjör landsmanna. Kjarnorkuafvopnun verði stórt skref í átt að viðvarandi friði og hagsæld á Kóreuskaga og víðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum