fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Litli drengurinn hjólaði inn í innkeyrsluna á hverju kvöldi – Myndbandið sýnir hvað húseigandinn gerði

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. apríl 2022 07:00

Litli drengurinn á hjólinu sínu. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn á bak við YouTube-rásina CanyonChasers  þurfti eins og aðrir Bandaríkjamenn að takast á við sóttvarnaaðgerðir og lokanir á samfélagsstarfsemi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hann neyddist því til að eyða miklum tíma heima við.

Hann setti upp eftirlitskerfi við hús sitt og stillti það þannig að það sendi honum skilaboð í farsíma hans í hvert sinn sem myndavélar nánum hreyfingu í innkeyrslunni hans.  Í fyrstu var fátítt að skilaboð bærust frá kerfinu en eftir því sem það teygðist á verunni heima við fóru skilaboð að berast á næstum hverju kvöldi.

Þetta pirraði hann svolítið og að lokum ákvað hann að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að sjá hvað var á seyði í innkeyrslunni á kvöldin. Hann sá að lítill drengur hjólaði aðeins inn í innkeyrsluna í hvert sinn sem hann fór fram hjá húsinu þegar hann fór í kvöldgöngu með foreldrum sínum þegar þau viðruðu hundinn.

„Í fyrstu var ég pirraður yfir að fá skilaboð á hverju kvöldi en svo fékk ég hugmynd frá konunni minni sem sagði að ég gæti gert eitthvað skemmtilegt úr þessu,“ segir hann.

Og hvað gerði hann svo? Jú, hann teiknaði stutta braut í innkeyrsluna sem drengurinn gat hjólað eftir. Hann fór út á hverjum degi og teiknaði brautina upp og breytti henni aðeins í hvert sinn. Þannig hafði litli drengurinn eitthvað að hlakka til og maðurinn gat slegið aðeins á eirðarleysið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar