fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Hræðilegar grunsemdir í máli Kim Wall – Lögreglumanni vikið frá störfum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. apríl 2022 06:59

Kim Wall og Peter Madsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst 2017 myrti danski hugvitsmaðurinn Peter Madsen sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum í Eystrasalti. Hann hlutaði líkið síðan í sundur og henti í sjóinn. Dönsku lögreglunni tókst að finna líkamshlutana og Madsen var síðar dæmdur í ævilangt fangelsi. Nú hefur dönskum lögreglumanni verið vikið frá störfum, tímabundið til að byrja með, vegna nýrra vendinga í málinu.

Ekstra Bladet skýrði frá þessu í morgun. Málið snýst um að lögreglumaðurinn, sem er aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kaupmannahöfn, er grunaður um að hafa deilt óviðeigandi myndefni af líkhlutunum. Hann er grunaður um að hafa verið með að minnsta kosti eina mynd af líkhlutunum í farsíma sínum og að hafa sent hana til fólks sem starfar ekki hjá lögreglunni.

Ekstra Bladet segir hafa heimildir fyrir að manninum hafi verið vikið tímabundið frá störfum á meðan málið er til rannsóknar en rannsókn hefur staðið yfir í tæplega tvo mánuði.

Það er sérstök stofnun, sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar, sem rannsakar málið eins og önnur mál þar sem lögreglumenn eiga í hlut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn