fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
Pressan

Elon Musk óttast að vera ráðinn af dögum – „Það er ekki svo erfitt að drepa einhvern ef maður vill það“

Pressan
Sunnudaginn 4. desember 2022 14:12

Elon Musk. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri Twitter, auðkýfingurinn Elon Musk, telur verulegar líkur á því að einhver reyni að ráða hann af dögum. Þetta kom fram í tveggja tíma löngu „spurt og svarað“ eða Q&A sem hann var með á Twitter.

Þar fór hann um víðan völl og tók fram að það væru frekar miklar líkur á því að tilræði verði gert við líf hans og tók hann fram að hann sé ekki að fara í neinar skrúðgöngur undir berum himni á næstunni, en þar vísaði hann til þess er fyrrum Bandaríkjaforseti, John F. Kennedy var myrtur í nóvember árið 1963.

„Í hreinskilni þá eru líkurnar á því að eitthvað komi fyrir mig, eða að ég verði bókstaflega skotinn, frekar miklar,“ sagði Musk.

„Það er ekki það erfitt að drepa einhvern ef maður vill það, svo vonandi gerir fólk það ekki og vonandi brosa örlögin við mér og ég slepp við þetta. Það er klárlega hætta þarna.“

Musk segist helst af öllu vonast til framtíðar þar sem fólk er ekki kúgað og geti sagt það sem það vill án ótta við afleiðingar.

„Svo lengi sem þú ert ekki að valda öðrum skaða þá ættir þú að mega segja hvað sem er.“

News.com.au greindi frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mýflugur eru eldri en elstu risaeðlurnar

Mýflugur eru eldri en elstu risaeðlurnar
Pressan
Í gær

Kaþólskur hópur eyddi mörg hundruð milljónum í að afla gagna um presta sem notuð stefnumótaöpp fyrir samkynhneigða

Kaþólskur hópur eyddi mörg hundruð milljónum í að afla gagna um presta sem notuð stefnumótaöpp fyrir samkynhneigða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti líffæri af spilltum starfsmanni líkhúss og endurseldi með stórgróða – Var stoltur af hinu ógeðfellda safni sínu

Keypti líffæri af spilltum starfsmanni líkhúss og endurseldi með stórgróða – Var stoltur af hinu ógeðfellda safni sínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn vara við – Getur orðið verra en reiknað er með

Vísindamenn vara við – Getur orðið verra en reiknað er með
Pressan
Fyrir 3 dögum

75.000 demantar hafa fundist í bandarískum þjóðgarði

75.000 demantar hafa fundist í bandarískum þjóðgarði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjákona tannlæknisins farin í felur – Eiginkonuna grunaði að ekki væri allt með felldu með sjeikinn hennar

Hjákona tannlæknisins farin í felur – Eiginkonuna grunaði að ekki væri allt með felldu með sjeikinn hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakfelldur fyrir mannshvarf árið 1996 – Líkið hefur aldrei fundist

Sakfelldur fyrir mannshvarf árið 1996 – Líkið hefur aldrei fundist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mörg þúsund manns gætu hafa tapað háum fjárhæðum á notkun rafmyntaapps

Mörg þúsund manns gætu hafa tapað háum fjárhæðum á notkun rafmyntaapps