Mánuði síðar var Brooke handtekin á heimili sínu í Carlisle í Ohio í Bandaríkjunum. Hún var síðan ákærð fyrir að hafa orðið stúlkunni að bana. Hún hélt því hins vegar fram að hún hefði fæðst andvana og að hún hefði grafið hana í örvæntingu sinni.
Málið vakti mikla athygli víða um heim og fylgdust fjölmiðlar vel með því. Þegar málið var tekið fyrir dóm 2019 var Brooke sýknuð af ákæru um morð en fundin sek um ósæmilega meðferð á líki.
Hún afplánaði 14 mánaða dóm og er nú frjáls ferða sinna. Fox 19 segir að nú hafi dómarar ákveðið að loka fyrir aðgang að öllum gögnum er varða mál Brooke og verða þau innsigluð.
Mike Allen, saksóknari, sagði í samtali við Fox 19 að þetta hafi ekki komið honum á óvart, Brooke eigi rétt á þessu, en hins vegar breyti þetta í raun engu: „Ef einhver vill vita eitthvað um málið þá er bara hægt að fara á Internetið. Þetta getur maður ekki fjarlægt af Internetinu.“
Það var kvensjúkdómalæknir Brooke sem benti lögreglunni á það á sínum tíma að hún hefði alið barn. Í framhaldi af tilkynningunni gerði lögreglan leit á heimili hennar og fann þá líkamsleifar stúlkunnar.