Tony Scott vakti til dæmis athygli á myndunum á Twitter og skrifaði: „Er ekki eitthvað undarlegt við fætur drottningarinnar? Það er eins og hún sé með krosslagða fætur án þess að vera það.“
Tugir þúsunda hafa séð tíst hans og margir hafa tjáð sig um það og eru skoðanir fólks skiptar. Sumir telja að Tony hafi rétt fyrir sér, það sé eitthvað undarlegt við fótastöðu drottningarinnar.
Er der ikke noget med dronningens fødder her som er lidt underligt?! Altså som om hun har krydsede ben, uden at ha det … #kongehuset pic.twitter.com/nR8Z96hF1O
— Tony Scott (@TonyScottDK) December 28, 2022
Aðrir telja að hún sé með krosslagða fætur og því sé ekkert undarlegt við myndina.
Enn aðrir telja að hér hafi fótósjopp ekki verið nægilega vel unnið.
Enn aðrir þakka fyrir tístið og segja þetta eina stærstu spurningu samtímans (líklega má greina hæðni í þeim orðum).