fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Móðir handtekin – Faldi lík dóttur sinnar í náttborðinu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. desember 2022 22:00

Vanesa Alejandra Mansilla. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Argentínska lögreglan handtók nýlega Vanesa Alejandra Mansilla, 27, en hún er grunuð um að hafa myrt fimm ára dóttur sína. Því neitar hún og segist hafa fundið hana látna. En hins vegar er erfiðara fyrir hana að útskýra af hverju hún setti lík hennar í trékassa sem hún fyllti síðan af steypu. Kassann notaði hún síðan sem náttborð.

Mirror segir að litla stúlkan hafi fæðst fyrir tímann og hafi glímt við margvísleg heilsufarsvandamál.

Talið er að nokkrir mánuðir séu síðan hún lést.

Vanesa á tvö önnur börn, þriggja og sjö ára, sem vinir hennar og ættingjar segja að hún haldi mikið upp á og hafi mismunað þeim og látnu stúlkunni mikið því henni féll betur við þessi tvö.

Það var faðir látnu stúlkunnar sem gerði lögreglunni viðvart því hann hafði áhyggjur af dóttur sinni. Fjórum dögum síðar fann lögreglan lík hennar.

Talsmaður lögreglunnar sagði að Vanesa hafi notað kassann, með líkinu í, sem náttborð í svefnherberginu sínu. Hann sagði að litla stúlkan hafi átt erfitt með að anda eðlilega og hafi það verið afleiðing af því að hún fæddist fyrir tímann.  Auk þess hafi hún glímt við fleiri heilsufarsvandamál.

Ekki er vitað hversu langt er síðan hún lést en ættingjar hennar sáu hana síðast á lífi í lok júlí þegar annað systkini hennar átti afmæli.

Systkinin eru nú í umsjá barnaverndaryfirvalda og Vanesa situr í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“