The Guardian segir að á þeim tíma hafi hann ekki þótt ýkja merkilegur og hafi því verið illa merktur og settur ofan í skrifborðsskúffu.
Vísindamenn segja að rannsókn á steingervingnum hafi leitt í ljós að hann sé af eðlu sem var uppi fyrir um 202 milljónum ára. Hún hefur fengið heitið Cryptovaranoider microlanius. Hún var með hreistur og skyld eðlum og slöngum.
Hún ber helstu einkenni nútímaeðla og er elsta þekkta dæmið um eðlu sem var með sérstaklega sveigjanlega getu til að opna kjaftinn.