TMZ skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá börnum hennar á Twitteraðgangi Alley komi fram að nánustu ættingjar hennar hafi verið við hlið hennar þegar hún lést.
Alley sló í gegn í grínþáttunum um Staupastein, Cheers, sem hófu göngu sína í lok níunda áratugarins og héldu henni áfram fram á þann tíunda. Hún fékk bæði Golden Globe- og Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Rebecca Howe í þáttunum.
Síðar lék hún í Veronica‘s Closet og var tilnefnd til Golden Globe- og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn.
Hún lék einnig í gamanþáttaröðinni Kirstie sem var tekin til sýninga 2013 en hún sló ekki í gegn og var framleiðslunni hætt eftir eina þáttaröð.
Alley lék einnig í kvikmyndum á ferli sínum.