fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hetjudáð afans – Bjargaði fimm ára dreng frá þriggja metra kyrkislöngu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 22:30

Þessi er nú bara stubbur miðað við risaslönguna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Beau Blake, fimm ára, að leik í garðinum heima hjá sér í Byron Bay í Ástralíu. Skyndilega vafði þriggja metra löng kyrkislanga sig um fætur hans og dró hann ofan í sundlauglaugina í garðinum. Afi Beau sá hvað gerðist og brást skjótt við og náði að bjarga Beau frá kjafti slöngunnar

Independent og Nine skýra frá þessu.

„Ég held að slangan hafi nánast beðið eftir að bráð kæmi nálægt henni, fugl eða eitthvað,“ sagði Ben Blake, faðir Beau, í samtali við útvarpsstöðina Nine.

En fyrir snarræði 76 ára afans tókst að bjarga Beau frá kjafti slöngunnar. „Ég er ekki lítill, ég náði að losa hann á 15 til 20 sekúndum,“ sagði afinn.

Beau var sendur í læknisskoðun eftir hremmingarnar af ótta við að hann hefði sýkst af einhverri óværu af slöngunni.

„Eftir að við höfðum hreinsað blóðið af honum og sagt honum að hann myndi ekki deyja, af því að slangan væri ekki eitruð, leið honum bara vel,“ sagði afinn sposkur.

Hann sagði að þetta hafi reynt svolítið á. Þegar hann var spurður hvort það væri ekki erfitt að ala börn upp nærri villtum slöngum stóð ekki á svari: „Já, sjáðu hvar við búum. Þetta er Ástralía.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“