fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Pressan

Vísindamenn með djarfa geimáætlun

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 22:00

Oumuamua eins og talið er að hann líti út. Mynd:European Southern Observatory/M. Kornmesser

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega munum við geta heimsótt hluti sem koma inn í sólkerfið okkar frá öðrum hlutum alheimsins. Tæknileg geta okkar nálgast nú það stig að við getum fundið svona hluti og komist nærri þeim þegar þeir heimsækja sólkerfið okkar.

Universe Today skýrir frá þessu.

Fyrsti þekkti hluturinn, sem ekki er upprunnin í sólkerfinu okkar, er Oumuamua sem uppgötvaðist 2017. Í kjölfarið hefur verið leitað að fleiri svona hlutum en þetta geta verið halastjörnur og loftsteinar eða eitthvað allt annað.

Oumuamua hreyfðist ekki eins og venjuleg halastjarna og því hafa einstaka vísindamenn fært rök fyrir því að hugsanlega sé Oumuamua ekki náttúrulegur hlutur, að vitsmunaverur hafi smíðað hann.

Nú hefur hópur vísindamanna sett fram hugmynd um hvernig við getum hraðar fundið gesti, sem ekki eru upprunnir hér í sólkerfinu, og hvernig við getum komist nálægt þeim til að rannsaka þá.

Þeir segja að James Webb geimsjónaukinn sé ekki góður í þetta verkefni því það tekur hann venjulega tvo til fimm daga að ná góðum fókus á ákveðinn hlut og það er of langur tími þegar um hlut á hraðferð er að ræða.

Þess í stað leggja þeir til að notast verði við Near Earth Object Surveyor og Time-domain Spectroscopic Observatory, sem eru ekki tilbúnir, til að taka myndir af hlutum af þessu tagi þegar þeir þjóta í gegnum sólkerfið.

Videnskab segir að samkvæmt útreikningum vísindamannanna þá séu 85% líkur að hægt verði að finna hlut af þessu tagi, á stærð við Oumuamua, innan tíu ára.

Þegar búið er að finna svona hlut þá verður að hafa hraðar hendur til að komast nærri honum. Vísindamennirnir leggja því til að geimfari verði komið fyrir á sama stað í geimnum og James Webb-geimsjónaukinn er og látið bíða þar. Þegar kemur að því að nota þurfi geimfarið verður það vel staðsett og í góðri aðstöðu til að nálgast „gestinn“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stjörnur hverfa hraðar en við héldum

Stjörnur hverfa hraðar en við héldum
Pressan
Í gær

Notaði ranga teskeið til að hræra í tebollanum – Það varð henni að bana

Notaði ranga teskeið til að hræra í tebollanum – Það varð henni að bana
Pressan
Í gær

Else áttaði sig ekki á verðmæti bókarinnar sem var í stofuhillunni hennar

Else áttaði sig ekki á verðmæti bókarinnar sem var í stofuhillunni hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sáu kúk utan úr geimnum og fundu þannig mörgæsanýlendu

Sáu kúk utan úr geimnum og fundu þannig mörgæsanýlendu