fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Grunaður fjöldamorðingi mætti fyrir dóm í hjólastól og með andlitsáverka

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 21:00

Aldrich var með greinilega áverka. Mynd: Lögreglan í Colorado Springs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær kom Anderson Lee Aldrich, 22 ára, fyrir dómara í Colorado Springs í Bandaríkjunum. Hann mætti að vísu ekki í dómsalinn en var viðstaddur í gegnum fjarfundabúnað. Hann er grunaður um hatursglæp, að hafa skotið 5 til bana á skemmtistað hinsegin fólks um helgina. Hann er vistaður í fangelsi í Colorado.

Það vakti töluverða athygli að Aldrich var með greinilega áverka á andliti og notaði hjólastól.

Þetta var í fyrsta sinn, eftir árásina, sem almenningur fékk að sjá hann.

Hann er grunaður um að hafa skotið fimm til bana aðfaranótt laugardags og að hafa sært 18 til viðbótar. Þetta gerðist á næturklúbbnum Club Q. Aldrich gekk þangað inn með riffil og byrjaði strax að skjóta á gesti og starfsfólk. Klúbburinn er mikið sóttur af hinsegin fólki.

Þremur gestum tókst að yfirbuga Aldrich. Meðal þeirra var Richard Fierro. Hann er uppgjafahermaður sem barðist í Afganistan og Írak.

Hann lamdi Aldrich í höfuðið með skammbyssu hans. Að minnsta kosti tveir aðrir gestir spörkuðu í Aldrich þar til lögreglan kom á vettvang.

Hann lá á sjúkrahúsi þar til á þriðjudaginn en þá var hann fluttur í El Paso fangelsið í Colorado Springs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta