fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Móðir myrtir nágranna sinn þegar hún komst að hrottalegu leyndarmáli hans

Pressan
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 17:30

Sarah t.v. og ekki svo vinalegi nágranninn Michael t.h.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Sands var dæmd fyrir manndráp árið 2014 í kjölfar þess að hún myrti nágranna sinn með því að stinga hann átta sinnum með hníf. Nágranni hennar, Michael Pleasted var vinalegur maður á áttræðisaldri og Sarah hafði vingast við hann, heimsótti hann oft og eldaði fyrir hann.

Hún vissi ekki þá að Michael átti sér hrottalega fortíð. Það var ekki fyrr en synir hennar leituðu til hennar eftir að Michael misnotaði þá sem hið rétta kom í ljós. Michael var nefnilega ekki upprunalegt nafn nágrannans. Hann hét áður Robin Moult en hafði breytt nafni sínu til að fortíð hans sem barnaníðingur fylgdi honum ekki áfram í lífinu.

Eftir að synir hennar sögðu frá misnotkuninni greip Sarah hníf og hélt rakleiðist heim til Michaels. Þar ætlaði hún að ræða við hann um brotin en missti stjórn á sér og stakk manninn átta sinnum svo að bani hlaust af.

Synir hennar eru í dag ungir menn og hafa afsalað sér nafnleysi sínu til að ræða um það sem móðir þeirra gerði, en hún var dæmd í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir manndráp í bræðiskasti.

Synirnir segja að þó að Michael væri látinn hefði það ekki stöðvað martraðir þeirra, þó þeim hafi vissulega þótt þeir öruggari þar sem þeir þyrftu ekki að mæta honum á götum úti. Hins vegar hafi verið sárt að hafa móður sína ekki með sér til að vinna úr áfallinu.

Sarah berst nú fyrir því að lögum í Bretlandi verði breytt á þá leið að barnaníðingar fái ekki að skipta um nafn. Hún sagði í samtali við BBC: „Í tilvikum barnaníðinga – ef þú snertir börn þá þurfa að vera afleiðingar. Og það að geta falið sig á bak við nafnabreytingu – það þarf að vera tekið frá þeim. Þessi réttur til að skipta um nafn þarf að vera tekinn af þeim.“

Stjórnmálamaðurinn Sarah Champion sagði í samtali við BBC að sumir brotamenn noti nafnbreytingu til að forðast það að brot þeirra komi upp þegar þeir sækja um vinnu – þar á meðal um vinnur í kringum börn. „Þegar þeir hafa breytt um nafn geta þeir fengið nýtt ökuskírteini og vegabréf með því nafni,“ sagði Sarah og benti á að þar með vær tengingin við þau brot sem þeir hefðu verið sakfelldir fyrir farinn.

„Og við erum að sjá að þetta fólk er svo að fara inn í skóla og aðra staði þar sem börn og fólk í viðkvæmri stöðu er að finna og misnota svo þessa aðstöðu sína með hrottalegasta hætti.“

Metro greindi frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni