fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Býr í sveitinni en er skíthrædd við traktora

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 13:00

Myndir: Collect/PA Real Life og Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Ali Harris, 55 ára gömul kona sem vinnur sem einkaspæjari, sér traktor verður hjartslátturinn hennar hraðari og hendur hennar fara að titra. Ali óttast að ef traktor kemur of nálægt henni muni hann keyra yfir hana.

Ali, sem býr í Cotswolds á Englandi, segir í samtali við Metro að þegar hún er í göngutúr með hundunum sínum þá eigi hún það til að taka 10 kílómetra langa krókaleið til að koma í veg fyrir að sjá traktora. Ali fer því bara einu sinni í viku með hundana sína út að labba og lætur því Chris, 70 ára gamlan eiginmann sinn, og Alix, 28 ára gamla dóttur sína, sjá um að fara oftar út með hundana.

„Af einhverri ástæðu, ef ég sé traktor á akri, þá annað hvort hleyp ég eða tek 10 kílómetra krókaleið í kringum hann svo ég fari ekki nálægt akrinum sem traktorinn er á. Fyrir vikið er ég mörgum klukkutímum á leiðinni heim. Mér líður eins og þeir séu að fara að koma og keyra yfir mig,“ segir Ali í samtali við Metro um málið.

Ali er mjög meðvituð um að þetta sé óvenjulegur ótti en hún nær þó ekki að losna við hann. Hún telur að óttinn stafi af hryllingsmyndinni The 39 Steps, sem kom út árið 1978, en í þeirri mynd er flugvél að elta aðalkarakter myndarinnar á meðan hann hleypur í gegnum akur til að flýja undan lögreglunni. „Ég veit að traktorar fljúga ekki, ég er ekki svo skrýtin, en ég hugsa bara „ó guð minn góður þeir eru að fara að ná mér“ þegar ég sé þá,“ segir hún.

„Hjartað mitt fer bara af stað og ég verð virkilega hrædd. Ég er skelkuð þar til ég veit að ég er komin í burtu frá honum.“

Það er ekki hægt að segja að Ali búi á besta staðnum fyrir þessa hræðslu sína en hún býr í sveit. Hún rekst því reglulega á traktora í nágrenninu við heimilið sitt. Þá sér hún einnig oft traktora þegar hún er að keyra í sveitinni en hún hefur þó ekki áhyggjur af þeim þá. „Ég er alveg góð þegar ég er í bílnum, ég held það sé því þá er ég með meiri stjórn,“ segir hún.

Þá segir hún eiginmann sinn og dóttur hafa mjög gaman að þessari hræðslu hennar, þeim finnist fyndið hve hrædd hún er við traktora. „Þeim finnst þetta mjög skrýtið. Þau skilja þetta engan veginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta