fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Sæðisgjafi á sekt yfir höfði sér – Afhenti afurðirnar milliliðalaust

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 14:00

Sæðisfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fara fram réttarhöld hjá undirrétti í Herning í Danmörku í máli ákæruvaldsins gegn 54 ára karlmanni. Hann er ákærður fyrir að hafa á tímabilinu frá 2017 til 2020 gefið sæði sitt að minnsta kosti fimm sinnum og komið til kvenna í Danmörku.

Þetta gerði hann án þess að hafa tilskilin leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum. Ekstra Bladet skýrir frá þessu.

Málið er hið fyrsta sinnar tegundar í Danmörku að sögn Tyge Trier, verjanda hans. Hann sagði að maðurinn mótmæli því ekki að hann hafi látið konum sæði í té en segi að þetta hafi verið konur sem hann hafi haft tengsl við og að hann hafi ekki hagnast á þessu. Af þeim sökum falli þetta ekki undir ákvæði laga.

Trier sagði mikilvægt að maðurinn fái að segja sína hlið málsins fyrir dómi. Hann telji sig hafa hjálpað barnlausum pörum án þess að hafa haft nokkurn ávinning af því.

Lögreglan segir að maðurinn eigi sekt upp á sem nemur allt að tveimur milljónum íslenskra króna yfir höfði sér ef hann verður sakfelldur.

Trier sagðist telja að ef hann verði sakfelldur lendi fleiri karlar í vanda.

Þrjár konur hafa verið kallaðar fyrir dóm sem vitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trúarleiðtogi ætlaði að kvænast dóttur sinni -„Guð vildi lagfæra líkama þeirra og setja meyjarhaftið aftur á sinn stað“

Trúarleiðtogi ætlaði að kvænast dóttur sinni -„Guð vildi lagfæra líkama þeirra og setja meyjarhaftið aftur á sinn stað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk óttast að vera ráðinn af dögum – „Það er ekki svo erfitt að drepa einhvern ef maður vill það“

Elon Musk óttast að vera ráðinn af dögum – „Það er ekki svo erfitt að drepa einhvern ef maður vill það“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af