fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Risastór hola myndaðist við lögreglustöð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 20:00

Þetta er alvöru hola. Mynd:West Virginia Department of Transportation

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risastór hola, sem hefur myndast við lögreglustöð í Vestur Virginíu í Bandaríkjunum, gæti hreinlega gleypt lögreglustöðina ef allt fer á versta veg. Hún hefur valdið miklum vandræðum í umferðinni og nokkrir skólar hafa neyðst til að taka upp fjarkennslu.

Holan myndaðist á West Virgina Route 20 við hlið lögreglustöðvarinnar í Hinton. Það gerðist í júní. Þá var hún tæpir tveir metrar í þvermál og um níu metrar á dýpt. CNN segir að samkvæmt upplýsingum frá embættismönnum þá hafi hún myndast þegar 90 ára gamlar lagnir neðanjarðar hrundu saman.

Það var brugðist við þessu í sumar og uppfyllingarefni komið fyrir í holunni en þegar fellibylurinn Nicole gekk yfir fyrr í mánuðinum gerði mikla úrkomu og skolaði hún uppfyllingarefninu á brott og stækkaði holuna enn frekar.

Á laugardaginn var hafist handa við að gera bráðabirgðabrú yfir holuna en eins og nafnið gefur til kynna þá er það aðeins bráðabirgðalausn. Koma þarf stállögnum fyrir undir veginum og verður verkið boðið út á næstunni. Það mun líklega kosta um 5 milljónir dollara en það svarar til um 720 milljóna íslenskra króna.

Reiknað er með að þeir nemendur sem þurftu að sætta sig við fjarkennslu síðustu daga geti mætt í skólann í þessari viku þegar bráðabirgðabrúin er tilbúin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?