fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Engill dauðans myrti óáreittur í sautján ár – Var heillaður af dauðanum og nýjum leiðum til morða

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Harvey var meinleysislegur sjúkraliði, lágvaxinn og grannur, lét lítið á sér bera og var á engan hátt eftirminnilegur. Hann átti þó eftir að játa á sig ríflega 50 morð, flest á hjálparvana sjúklingum sem honum var sett að gæta.

Donald fæddist árið 1952 og ólst upp í sárri fátækt í Appalachia fjöllum Kentucky fylkis. Hann var kynferðislega misnotaður bæði af frænda sínum og nágranna frá fjögurra ára aldri og lærði snemma að láta lítið fyrir sér fara. Hann átti enga vini, lék sér aldrei við önnur börn en kennarar minntust hans með hlýju sem þægum nemanda.

Donald Henley

Heillaður af dauðanum

Donald hætti aðeins 15 ára skóla en náði að klára menntaskóla með aðstoð bréfaskóla. Það var um það leiti sem hann heimsótti afa sinn á dánarbeð og varð samstundis heillaður af dauðanum. Hann fór að heimsækja spítalann reglulega, náði að kynnast starfsfólki og bað á endanum um starf sem sjúkraliði.  Mörg fylki Bandaríkjanna gera ekki kröfu um að sjúkraliðar hafi lokiði sértæku námi, aðeins tilteknum námskeiðum í skyndihjálp og öðru slíku, en önnur gera engar kröfur aðrar en um menntaskólapróf.

Flestir kunnu vel við strák og var vel tekið í beiðnina.

Donald var gert að sjá um lyfjagjöf sjúklinga og almenna velferð eins og að skipta á rúmum, mata sjúklinga og hjálpa þeim á salerni. Donald sagði síðar að hann hefði heillast af því valdi sem hann hafði yfir fólki sem treysti á hann um að sjá um sig.

Tólf morð á tíu mánuðum

Fyrsta morið framdi Donald í lok maí árið 1970 þegar að hann kæfði sjúkling og notaði kodda til verknaðarins. Hann hafði þá aðeins verið starfandi á sjúkrahúsinu í tvær vikur.

Hann naut þess svo mjög að innan nokkurra daga kæfði hann 12 ára dreng til bana.

Donald kæfði fleiri sjúklinga en fannst það leiðigjarnt og leitaði sífellt nýrra leiða til að flýta fyrir vegferð sjúklinga sinna í gröfina.

Alls myrti hann að minnsta kosti tólf sjúklinga fyrstu tíu mánuðina á sjúkrahúsinu.

Sífellt nýjar leiðir til morða

Donald starfaði á nokkrum sjúkrahúsum næstu árin. Hann tæmdi súrefnistanka, setti vírherðatré í sjúkling í stað þvagleggs og blandaði alls kyns eitri á við blásýru og arseniki í mat og drykk sjúklinga.

Hann sprautaði sjúklinga með efnum á við insúlíni og morfíni svo og blóði smituðu af sjúkdómum á við lifrarbólgu og HIV.

Donald gerði ekki upp á milli fórnarlamba. Þau voru á öllum aldri og kynþáttum, jafnt karlar sem konur. Það eina sem þau áttu sameiginlegt var að þau voru mikið veik eða slösuð.

Suma myrti hann af því þeir fóru í taugarnar á honum en aðra myrti hann af miskunnsemi. Eða svo sagði hann sjálfur síðar.

Morðin stóðu yfir í sautján ár og var Donald aldrei grunaður um neitt misjafnt þar sem öll fórnarlömbin voru annaðhvort öldruð eða afar veik.

Donald sagði síðar að álagið á læknana á sjúkrahúsunum hafi verið slíkt að þeir hafi í flestum tilfellum ekki einu sinni litið á látna sjúklinginn heldur látið læknanema skrifa upp á andlátið svo unnt væri að losa rúmið sem fyrst.

Elskhugar og nágrannar

Donald var heillaður af mannslíkamanum og ekki minnkaði það þegar hann kynntist útfararstjóra nokkrum sem var nokkuð vafasamur einstaklingur. Sá leyfði Donald að fylgjast með þegar hann smurði lík og útbjó til jarðarfara. Þegar að ástarsamband þeirra súrnaði dreymdi Donald um að smyrja útfararstjórann lifandi en fann ekki tækifæri til þess.

Á einum tímapunkti ákvað Donald að skipta um starfsvettvang og skráði sig í herinn. En þar voru menn fljótir að átta sig á að slíkur maður væri ekki velkominn og var honum vísað snarlega úr herþjónustu. Hann átti í fjölda ástarsambanda sem entust stutt, kuklaði um tíma við dulspeki en sneri alltaf aftur í ,,öryggi” sjúkrahúsanna.

Donald Harvey lét sér ekki nægja að myrða sjúklinga.

Þegar hann grunaði sambýlismann sinn um að halda framhjá sér eitraði hann fyrir honum en gætti þess að myrða hann ekki. Aðeins nóg til þess að gera hann nógu veikan til að yfirgefa ekki íbúð þeirra.

Hann eitraði líka fyrir tveimur nágrönnum sem fóru í taugarnar á honum. Hann blandaði blóðvatni, smituðu lifrarbólgu, í drykk annarrar konunnar. Sú fékk veiktist en lifði en sú sem fékk arsenik í köku sína lést. Faðir sambýlismannsins hlaut sömu örlög.

Morðferlinum lýkur

Donald lenti samt sem áður nokkrum sinnum í kast við lögin. Árið 1971 kveikti hann í tómri íbúð í fjölbýlishúsinu sem hann bjó í í tilraun til sjálfsvígs og var handtekinn skömmu síðar fyrir innbrot. Hann var ofurölvi og montaði sig af því við lögregluna að hafa myrt fimmtán manns en enginn tók mark mark á slíku drykkjurausi og var Donald sleppt þegar hann hafði sofið úr sér.

Ættingjar hinna látnu fylltu ekki bara réttarsalinn heldur allt dómshúsið.

Árið 1987 lauk morðferli Donald Henley þegar að blásýra fannst við krufningu á sjúklingi sem Donald hafði séð um. Hafði hann þá myrt svo að segja stanslaust í sautján ár.

Donald var strax grunaður og játaði á endanum að hafa myrt manninn. Sagðist hann hafa vorkennt honum, maðurinn hefði verið alvarlega slasaður eftir mótorhjólaslys og hefði Donald vilja veita honum hvíldina.

En lögregla trúði ekki orði og hóf ítarlega rannsókn á ferli Donald. Tókst að sanna á hann nóg til að ákæra hann fyrir 37 morð, flest framin á þremur sjúkrahúsum. Þar af myrti hann 21 sjúkling á aðeins fjórum árum og það á sama sjúkrahúsinu.

Hló í réttarsal

Við yfirheyrslur gaf hann misvísandi ástæður fyrir morðunum. Stundum sagðist hann hafa myrt af ,,miskunnsemi,“ stundum sagði hann það hafa fyllt sig vímu valds og áhrifa og það kom meira að segja fyrir að hann sagði það einfaldlega hafa verið ,,skemmtilegt” að sjá fólk deyja.

Donald Harvey sýndi aldrei iðrun og skellihló í réttarsal þegar að kviðdómi var sýndur listi með með nöfnum og myndum af hinum myrtu.

Síðasta myndin af Donald Henley. Hann var barinn til bana.

Donald Harvey var 35 ára þegar hann játaði morð á 25 af þeim 37 sem hann var ákærður fyrir. Sjálfur sagðist hann hafa myrt ,,um 50” en játaði síðar að talan væri líklega nær 70.

Lögreglumaður sem vann að rannsókn málsins segist aftur á móti viss um að fórnarlömbin hafi verið 87.

Hann fékk ævilangan fangelsisdóm.

Donald Henley lést í fangelsi 2017. Líkt og fórnarlömb hans dó hann ekki náttúrulegum dauðdaga heldur börðu samfangar hann til dauða.

Enginn gerði tilkall til líksins.

Sú útgáfa æðruleysisbænarinnar sem Donald Henley hafði á vegg fangaklefa síns sýnir ef til vill hvað best hversu illur í gegn hann var.

Hann skrifaði eftirfarandi:

Guð gefi mér æðruleysi

til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt

kjark til að breyta því sem ég get breytt

Og vit til að fela líkin af fólkinu sem myrti vegna þess að það var svo drulluleiðinlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta