fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Fæddi barnið í miðju matarboði

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 14. nóvember 2022 22:00

Abbie og Jax - Mynd: SWNS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Abbie Morris, 32 ára gömul sölukona frá bænum Fareham á Englandi, var kasólétt þegar hún ákvað að bjóða fjölskyldu sinni í matarboð sunnudaginn 21. ágúst á þessu ári. Daginn áður fékk hún smá hríðir og ákvað því að fara upp á sjúkrahús. Þar var henni þó sagt að hún þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur og í kjölfarið var hún send aftur heim til sín. Síðar um kvöldið leið Abbie eins og hríðirnar væru farnar, hún ákvað því að slá til og halda matarboðið á sunnudeginum.

„Þegar ég vaknaði daginn eftir gerðist þetta aftur,“ segir Abbie en hríðirnar hófust aftur klukkan 10 um morguninn á sunnudeginum. „Þetta var samt allt í lagi svo ég ákvað að aflýsa ekki matarboðinu.“

Foreldrar Abbie komu snemma í matarboðið, um klukkan 14, en hún ákvað þá að fara upp í svefnherbergi og leggja sig. „Ég lagðist í rúmið til að hvíla mig og 10 mínútum síðar urðu hríðirnar meiri,“ segir hún. Þegar klukkan var að verða 17 kom Aaron, 32 ára gamall eiginmaður Abbie heim en þá var Abbie með hríðar á fimm mínútna fresti.

„Ég hringdi í spítalann og spurði hvort það væri eðlilegt, því það var ennþá tími á milli þeirra en þær voru orðnar meiri. Þær voru frekar slakar með þetta í símanum.“

Þá var Abbie sagt að hún gæti þurft að fara á annan spítala sem er um klukkustund í burtu frá heimili hennar af því það voru engin laus rúm á spítalanum í nágrenninu. Aaron ákvað því að bruna út og fylla bílinn þeirra af bensíni, svo þau kæmust alveg pottþétt á spítalann sem er lengra í burtu.

Hríðirnar fóru ekki minnkandi eftir því sem leið á daginn, þvert á móti. Þegar Abbie var byrjuð að finna fyrir hríðum á mínútu fresti ákvað hún að hringja aftur í spítalann, hún náði þó ekki að tala sjálf því hríðirnar voru orðnar svo miklar. „Ég var farin að gera mér grein fyrir því að ég myndi fæða barnið hérna heima,“ segir hún.

Þegar klukkan sló sex hugsaði Abbie að barnið væri að koma, Aaron var þá í símanum að óska eftir sjúkrabíl. Konan sem hann ræddi við bað hann um að bíða því hún þurfti að leita upplýsinga hjá ljósmóður. Á meðan þau biðu í símanum missti Abbie vatnið. „Þegar hún kom til baka gaf hún okkur strax samband við ljósmóður sem hjálpaði Aaron að taka á móti barninu. „Aaron var mikið niðri fyrir og sagði: „Ég get ekki gert þetta, ég get ekki gert þetta.“ En þá sagði ljósmóðirin að hann gæti þetta víst og hjálpaði honum.“

Barnið kom sem betur fer í heiminn heilt á húfi, um var að ræða dreng sem skýrður var Jax. Eftir fæðinguna var Abbie send á spítala til öryggis og dvaldi hún þar í tvær nætur ásamt Jax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta