fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Britney notuð sem vopn gegn sjóræningjum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarsmekkur manna er misjafn og þótt að Britney Spears sé með vinsælustu poppstjörnum allra tíma eru þeir til sem hreinlega ekki þola tónlist hennar. 

Til að mynda sómalskir sjóræningjar. Og það er eitthvað sem breski sjóherinn hefur nýtt sér. 

Sjórán eru gríðarlegt vandamál úti við strendur Afríku, sérstaklega eru sómalskir skeinuhættir. Þeir sigla að skipum, oft flutningaskipum en einnig minni skipum á við snekkjum, taka áhöfn í gíslingu og sigla viðkomandi fleyi í örugga höfn þar sem lögregluyfirvöld líta undan. Gegn greiðslu að sjálfsögðu. Fara ræningjarnir síðan fram á himinháar upphæðir í lausnargjald fyrir skip, farm og mannskap. 

Vandamálið er orðið slíkt að breski kaupskipaflotinn setti saman aðgerðarhóp til að finna út bestu leiðirnar til að forðast sjórán. Liðsforinginn Rachel Owens, sem leiðir hópinn, er öryggissérfræðingur sem meðal annars ráðleggur skipstjórnarmönnum flutningaskipa sem sigla um þessar slóðir. 

Og þótt að besta ráðið sé að sigla farþegaskipum í fylgd herskipa laumar Owens á öðru, og óvenjulegra ráði:  Að spila tónlist Britney Spears í botni á meðan siglt um um hættulegustu hafsvæðin við austurströnd Afríku. 

Í viðtali sem tekið var við Owens sagði hún sómalska sjóræningja ekki þola vestræna tónlist, klæðaburð og menningu og í lögum á við ...Baby One More Time sameinist allt sem þeim er hvað verst við.  Því sé búið að koma fyrir öflugu hátalarakerfi í fjölda farþegaskipa sem eru tilbúnir með spilunarlista Britney um leið og sjóræningjar sjást nálgast. Er þá allt sett í botn, og merkilegt nokk, þá snúa þeir oftar en ekki við. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað

10 ára drengur skaut móður sína til bana – Mátti ekki kaupa sýndarveruleikabúnað
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur

NASA segir þetta vera með því mesta sem sést hefur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt

Hin óhugnalegu Stafrófsmorð – Litlu stúlkurnar voru allar jafngamlar, með sömu upphafsstafi í báðum nöfnum, hurfu á sama tíma og myrtar á sama hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta