fbpx
Miðvikudagur 01.febrúar 2023
Pressan

Britney notuð sem vopn gegn sjóræningjum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 13. nóvember 2022 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarsmekkur manna er misjafn og þótt að Britney Spears sé með vinsælustu poppstjörnum allra tíma eru þeir til sem hreinlega ekki þola tónlist hennar. 

Til að mynda sómalskir sjóræningjar. Og það er eitthvað sem breski sjóherinn hefur nýtt sér. 

Sjórán eru gríðarlegt vandamál úti við strendur Afríku, sérstaklega eru sómalskir skeinuhættir. Þeir sigla að skipum, oft flutningaskipum en einnig minni skipum á við snekkjum, taka áhöfn í gíslingu og sigla viðkomandi fleyi í örugga höfn þar sem lögregluyfirvöld líta undan. Gegn greiðslu að sjálfsögðu. Fara ræningjarnir síðan fram á himinháar upphæðir í lausnargjald fyrir skip, farm og mannskap. 

Vandamálið er orðið slíkt að breski kaupskipaflotinn setti saman aðgerðarhóp til að finna út bestu leiðirnar til að forðast sjórán. Liðsforinginn Rachel Owens, sem leiðir hópinn, er öryggissérfræðingur sem meðal annars ráðleggur skipstjórnarmönnum flutningaskipa sem sigla um þessar slóðir. 

Og þótt að besta ráðið sé að sigla farþegaskipum í fylgd herskipa laumar Owens á öðru, og óvenjulegra ráði:  Að spila tónlist Britney Spears í botni á meðan siglt um um hættulegustu hafsvæðin við austurströnd Afríku. 

Í viðtali sem tekið var við Owens sagði hún sómalska sjóræningja ekki þola vestræna tónlist, klæðaburð og menningu og í lögum á við ...Baby One More Time sameinist allt sem þeim er hvað verst við.  Því sé búið að koma fyrir öflugu hátalarakerfi í fjölda farþegaskipa sem eru tilbúnir með spilunarlista Britney um leið og sjóræningjar sjást nálgast. Er þá allt sett í botn, og merkilegt nokk, þá snúa þeir oftar en ekki við. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessum líkamshluta þarftu að halda heitum til að forðast veikindi

Þessum líkamshluta þarftu að halda heitum til að forðast veikindi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katya og Lena voru kynlífsþrælar í neðanjarðarbyrgi í næstum fjögur ár – „Trúið okkur, það eru stúlkur út um allt, kannski í húsinu við hliðina á þér“

Katya og Lena voru kynlífsþrælar í neðanjarðarbyrgi í næstum fjögur ár – „Trúið okkur, það eru stúlkur út um allt, kannski í húsinu við hliðina á þér“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar góðar ástæður fyrir að fara í kalda sturtu

Nokkrar góðar ástæður fyrir að fara í kalda sturtu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona geta klósettpappírsrúllur leyst hversdagsvanda þinn

Svona geta klósettpappírsrúllur leyst hversdagsvanda þinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óbólusettir COVID-sjúklingar í meiri hættu á að deyja í 18 mánuði eftir sýkingu

Óbólusettir COVID-sjúklingar í meiri hættu á að deyja í 18 mánuði eftir sýkingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ósamfelld fasta er hugsanlega ekki eins gagnleg til þyngdartaps og talið var

Ósamfelld fasta er hugsanlega ekki eins gagnleg til þyngdartaps og talið var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn að baki sjónvarpsþáttunum um Dexter – Með um hundrað líf á samviskunni en myrti aðeins glæpamenn og er nú samfélagsmiðlastjarna

Maðurinn að baki sjónvarpsþáttunum um Dexter – Með um hundrað líf á samviskunni en myrti aðeins glæpamenn og er nú samfélagsmiðlastjarna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefur hrellt bæjarbúa í meira en ár – „Hann ræðst á mig á hverjum degi“

Hefur hrellt bæjarbúa í meira en ár – „Hann ræðst á mig á hverjum degi“