fbpx
Þriðjudagur 06.desember 2022
Pressan

Fjögurra manna fjölskyldu rænt og myrt – Birta upptöku af brottnáminu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 08:00

Fjölskyldan sem var rænt og myrt. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn var fjögurra manna fjölskylda numin á brott frá flutningabílafyrirtæki hennar í Merced County í Kaliforníu. Nú í morgun skýrðu bandarískir fréttamiðlar frá því að fjölskyldan hefði fundist látin.

Í gær birti lögreglan upptöku úr eftirlitsmyndavél sem sýnir þegar fjölskyldan var numin á brott. Mikil leit hafði þá staðið yfir að henni síðan á mánudaginn.

Fjölskyldan samanstendur af Jasleen Kaur, 27 ára, og eiginmanni hennar, hinum 36 ára Jasdeep Singh, og barni þeirra Aroohi Dheri, 8 mánaða, auk Amandeep Singh, 39 ára bróður Jasdeep.

Á upptökunni sést að maður, sem var með andlitsgrímu, fór fyrst á brott með bræðurna og sótti síðan móður og barn. Hendur bræðranna voru bundnar en móðirin hélt á barninu.

Þegar bíll Amandeep Sing fannst brunninn ekki langt frá fyrirtækinu fór lögregluna að gruna að ekki væri allt með felldu og upptökur eftirlitsmyndavéla staðfestu það.

Skömmu eftir brottnámið var greiðslukort fjölskyldunnar notað í nálægum hraðbanka og í kjölfarið hafði lögreglan uppi á hinum grunaða sem er nú í vörslu lögreglunnar. Lögreglan telur að hann hafi átt sér vitorðsmann.

Ekki er vitað af hverju hann nam fjölskylduna á brott en lögregluna grunar að peningar hafi verið hvatinn.

CNN skýrði frá því í morgun að lögreglan hafi fundið lík fjölskyldunnar á afskekktum sveitabæ í Kaliforníu í gær.

Á fréttamannafundi í gærkvöldi sagði Vern Warnke, lögreglustjóri í Merced County, að verstu áhyggjur lögreglunnar hefðu verið staðfestar í gærkvöldi.

Lík hinnar 8 mánaða Aroohi fannst á sama svæði og lík foreldra hennar og frænda.

Lögreglunni barst ábending í gærkvöldi um að líkin væru á þessu svæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af
Pressan
Í gær

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“

Segir að svona sé hægt að spara peninga á auðveldan hátt með „þriggja daga reglunni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19

Blóðþynningarmeðferð virkar ekki gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta

5 ára hringdi í Neyðarlínuna – Hafði aldrei áður fengið símtal eins og þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norska lögreglan undirbýr sig fyrir hörmungar – Varnarbúnaður gegn geislavirkni settur í alla lögreglubíla

Norska lögreglan undirbýr sig fyrir hörmungar – Varnarbúnaður gegn geislavirkni settur í alla lögreglubíla
Pressan
Fyrir 5 dögum

Var numin á brott fyrir 51 ári – Hitti foreldra sína á nýjan leik nýlega

Var numin á brott fyrir 51 ári – Hitti foreldra sína á nýjan leik nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kærastan mín er ólétt en hún veit ekki að ég er ófrjór – Hvað á ég að gera?

Kærastan mín er ólétt en hún veit ekki að ég er ófrjór – Hvað á ég að gera?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hetjudáð afans – Bjargaði fimm ára dreng frá þriggja metra kyrkislöngu

Hetjudáð afans – Bjargaði fimm ára dreng frá þriggja metra kyrkislöngu