fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Pressan

Réttarhöld hafin í nauðgunarmáli í ástralska þinghúsinu – „Hann hætti ekki. Hann hélt bara áfram.“

Pressan
Þriðjudaginn 4. október 2022 11:46

Þinghús Ástralíu í Canberra. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld eru hafin í máli ástralska ríkisstarfsmannsins Bruce Lehrmann sem samstarfskona hans, Brittany Higgins, sakar um að hafa nauðgað sér í ástralska þinghúsinu í mars 2019.

Atvikið mun hafa átt sér stað eftir að þau voru úti að skemmta sér ásamt samstarfsfélögum og neyta áfengis.

Lehrmann, 27 ára, hefur neitað ásökununum en ef hann verður fundinn sekur er hámarksrefsingin 12 ára fangelsi.

Á fyrsta degi réttarhaldanna spilaði saksóknarinn Shane Drumgold upptöku af skýrslutöku Higgins hjá lögreglu þar sem hún segist hafa sagt „Nei“ minnst sex sinnum: „Hann hætti ekki. Hann hélt bara áfram,“ sagði hún.

Drumgold sagði kviðdómnum að Higgins, sem þá var 24 ára, hafi tekið leigubíl með Lehrmann af starfsmannafagnaðinum. Higgins hafi talið sig vera á heimleið en Lehrmann hafi sagst þurfa að koma við í þinghúsinu til að sækja vinnugögn.

Higgins sagði að eftir að þau komu inn á skrifstofu varnarmálaráðherrans Lindu Reynolds hafi hún sofnað á sófanum en vaknað við að Lehrmann var að nauðga henni.

Lehrmann hafi síðan yfirgefið húsið en Higgins sofnað aftur.

Í textaskilaboðum til vinar eftir atburðinn sagðist hún varla hafa verið með meðvitund og benti saksókarinn á að það væri merki um að hún hafi ekki verið í ástandi til að gefa samþykki fyrir kynlífi.

Þá hafi öryggisverðir sem sáu Higgins og Lehrmann koma inn í þinghúsið séð að þau voru bæði undir áhrifum áfengis.

Verjandi Lehrmann, Steven Whybrow, vitnaði hins vegar í bandaríska skáldið Mark Train í sínum málflutningi: „Aldrei láta sannleikann þvælast fyrir góðri sögu.“

Whybrow sagði að „margar gloppur“ væru í frásögn Higgins og jafnvel þó ofbeldi gegn konum sé sjaldnar fyrir dómstólum en ástæða sé til þá sé hennar frásögn einfaldledga ekki sönn.

Dómarinn Lucy McCallum hefur beint þeim varnarorðum til meðlima kviðdómsins að passa upp á hlutleysi sitt þegar þeir heyra af málinu sem hefur verið mikið fjallað um í fjölmiðlum.

Reiknað er með að réttarhöldin standi yfir í allt að sex vikur og að þrír fyrrverandi ráðherrar beri vitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Móðir handtekin – Faldi lík dóttur sinnar í náttborðinu

Móðir handtekin – Faldi lík dóttur sinnar í náttborðinu
Pressan
Í gær

Yfirsást þér þessi ástarsaga í Love Actually?

Yfirsást þér þessi ástarsaga í Love Actually?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nakinn afi í annarlegu ástandi olli skemmdum á hótelherbergi

Nakinn afi í annarlegu ástandi olli skemmdum á hótelherbergi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ótrúleg skýring hjá lögreglunni – Segir að rottur hafi étið mörg hundruð kíló af kannabis

Ótrúleg skýring hjá lögreglunni – Segir að rottur hafi étið mörg hundruð kíló af kannabis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þriðji rafmyntamilljarðamæringurinn látinn á skömmum tíma – Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi

Þriðji rafmyntamilljarðamæringurinn látinn á skömmum tíma – Samsæriskenningar fá byr undir báða vængi