fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Styrktaræfingar geta dregið úr líkunum á ótímabærum dauða

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. október 2022 18:00

Ætli hann lyfti lóðum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldra fólk getur haft töluverðan ávinning af að stunda reglulega hreyfingu, þar á meðal þolæfingar og styrktaræfingar. Það að stunda styrktaræfingar, lyfta lóðum, er talið draga úr líkunum á ótímabærum dauða.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem er sú stærsta sem gerð hefur verið á þessu sviði. The Guardian segir að vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, segi að með því að stunda bæði þolæfingar og styrktaræfingar reglulega virðist sem ávinningurinn af líkamsræktinni verði meiri.

Rannsóknin hefur verið birt í British Journal of Sports Medicine.

Fullorðnir eru hvattir til að hreyfa sig í að minnsta kosti 150 mínútur á viku með hóflegri ákefð í hreyfingunni eða í 75 mínútur ef ákefðin er mikil.

Þessu til viðbótar er fólk hvatt til að stunda „styrkjandi æfingar“, sem reyna á fætur, mjaðmir, bak, kvið, bringu, axlir og handleggi, að minnsta kosti tvisvar í viku.

Þolæfingar hafa verið tengdar við minni líkur á ótímabærum dauða en þar til núna var ekki vitað hvort það að lyfta lóðum hefði svipuð áhrif. Rannsóknin leiddi í ljós að svo er en hún byggðist á rannsókn á gögnum um tæplega 100.000 Bandaríkjamenn. Meðalaldur þátttakendanna var 71 ár og veittu þeir upplýsingar um styrktaræfingar sínar og aðrar æfingar sem þeir stunduðu.

Rannsóknin beindist að því hvort fólk lyfti lóðum en vísindamennirnir segja að aðrar tegundir styrktaræfinga komi einnig að gagni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi