fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Ótrúleg uppgötvun – Hafði staðið ósnert í 3300 ár

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 12:00

Svona leit grafhvelfingin út. Mynd:Emil Aladjem / Israel Antiquities Authority

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelskir fornleifafræðingar gerðu stórkostlega uppgötvun þegar þeir fundu grafhvelfingu sem hafði staðið óhreyfð í 3300 ár.

Það voru byggingaverkamenn, sem voru að störfum rétt sunnan við Tel Aviv, sem voru að grafa þegar skófla gröfu þeirra kom niður á og fór í gegnum þak á því sem reyndist vera einstakur fornleifafundur.

Undir byggingasvæðinu leyndist grafhvelfing sem hafði verið lokuð í rúmlega 3300 ár, frá tíma Ramses II sem réði þá ríkjum í Egyptalandi. The Israel Antiquities Authority skýrir frá þessu í fréttatilkynningu.

Verkamennirnir kölluðu fornleifafræðinga á vettvang og fóru þeir með mikilli varkárni niður í myrkrið og uppgötvuðu að þarna niðri var grafhvelfing sem hafði ekki verið hreyfð í árþúsund.

Þar voru keramik- og bronsmunir eins og var venja að skilja eftir í grafhvelfingum fyrir 3300 árum. Var talið að hinir látnu gætu tekið munina með sér á nýjar slóðir.

Eli Yannai, prófessor og sérfræðingur í bronsaldartímanum, segir að um „einstaka uppgötvun“ sé að ræða. Það sé ótrúlega sjaldgæft að finna „leikmynd úr Indiana Jones“, helli, skreyttan hlutum sem hafa staðið óhreyfðir í 3300 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um