fbpx
Þriðjudagur 25.janúar 2022
Pressan

„Við hrynjum niður eins og flugur“ – Mikill skortur á starfsfólki á gjörgæsludeildum ástralskra sjúkrahúsa

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 19:30

Hjúkrunarfræðingar við störf í fullum COVID-skrúða. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við hrynjum niður eins og flugur,“ sagði hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild ástralsks sjúkrahúss nýlega og bætti við: „Við höfum haft tvö ár til að undirbúa okkur undir þetta og samt er ástandið óbreytt.“ „Við erum eldsneytislaus,“ sagði annar.

Samkvæmt frétt smh.com þá er svo mikill skortur á starfsfólki á mörgum gjörgæsludeildum að þær starfa án hópstjóra og nægilegra margra hjúkrunarfræðinga. Leiðbeinendum hjúkrunarfræðinga hefur verið gert að hætta að kenna þeim og leiðbeina til að þeir geti sjálfir annast sjúklinga. Mikið álag er einnig á gjörgæsludeildirnar vegna sjúklinga sem myndu fara á aðrar deildir ef ástandið væri eðlilegt.  Það eru sjúklingar sem bætast við þá sem leita beint á slysadeildirnar.

Sjúklingum fer fjölgandi á COVID-19-deildum sjúkrahúsa og búið er að breyta mörgum venjulegum legudeildum í COVID-19-deildir.

Hjúkrunarfræðingar segjast hafa miklar áhyggjur af öryggi og heilbrigði starfsfólks og vaxandi óánægja er meðal þeirra vegna þess skorts á stuðningi og viðurkenningu sem þeir telja sig verða vara við. Auk þess sé starfsumhverfið óöruggt.

Vegna heimsfaraldursins hafa hjúkrunarfræðingar, sem eiga að vera í sóttkví vegna kórónuveirusmits í nágrenni þeirra, jafnvel kallaðir til vinnu og verða að vera alklæddir hlífðarfatnaði öllum stundum til að draga úr líkunum á að þeir smiti út frá sér ef ske kynni að þeir væru smitaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar sænska bæjarins Fucke vilja breyta nafni hans

Íbúar sænska bæjarins Fucke vilja breyta nafni hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“

„Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ómíkron gæti markað endi heimsfaraldursins nema þetta gerist segir Fauci

Ómíkron gæti markað endi heimsfaraldursins nema þetta gerist segir Fauci