fbpx
Laugardagur 29.janúar 2022
Pressan

Ekki líta upp! Stór loftsteinn fer framhjá jörðinni eftir nokkra daga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 14:30

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 18. janúar næstkomandi mun loftsteinninn 7482 (1994 PC1) þjóta framhjá jörðinni. Þvermál hans er talið vera 1 til 1,3 kílómetrar eða á við rúmlega fjóra Eiffelturna. Það þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af framhjáflugi hans að þessu sinni því hann fer framhjá jörðinni í tæplega 2 milljóna kílómetra fjarlægð. Til samanburðar má nefna að tunglið er í um 398.000 kílómetra fjarlægð.

Ef loftsteinn af þessari stærð lendir í árekstri við jörðina myndi það hafa gríðarleg áhrif um allan heim en sem betur fer eru ekki miklar líkur á slíkum árekstri, svo vitað sé.

Loftsteinninn er í svokölluðum Apollo-flokki loftsteina sem þýðir að braut hans er þannig að hún getur skarast við braut jarðarinnar um sólina. Loftsteinninn hefur auk þess verið flokkaður sem hugsanlega hættulegur af bandarísku geimferðastofnuninni NASA.

En það er ákveðinn léttir fyrir okkur núlifandi að samkvæmt útreikningum NASA mun þessi loftsteinn og ekki neinir aðrir, sem vitað er um, lenda í árekstri við jörðina næstu 100 árin. En hvort afkomendur okkar verða svo heppnir að sleppa við árekstra er síðan annað mál.

Jerusalem Post segir að samkvæmt upplýsingum frá vísindamönnum við Davidson Institute of Science þá geti árekstur loftsteins, sem er rúmlega 140 metrar í þvermál, svarað til þess að orkan sem leysist úr læðingi verði að minnsta kosti 1.000 sinnum meiri en við sprengingu fyrstu kjarnorkusprengjunnar.  Ef loftsteinninn er rúmlega 300 metrar í þvermál getur hann eytt heilli heimsálfu.

Loftsteinn sem er rúmlega 1 kílómetri í þvermál getur valdið hnattrænum hörmungum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Tryggja kaupir Consello
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvænt niðurstaða norskrar rannsóknar – Kórónuveiran var hugsanlega til staðar í Noregi 2019

Óvænt niðurstaða norskrar rannsóknar – Kórónuveiran var hugsanlega til staðar í Noregi 2019
Pressan
Fyrir 2 dögum

WHO fylgist vel með – Nýtt afbrigði af Ómíkron sækir í sig veðrið

WHO fylgist vel með – Nýtt afbrigði af Ómíkron sækir í sig veðrið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn til bana í Norsborg

Skotinn til bana í Norsborg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Presturinn átti sér leyndarmál í kjallaranum

Presturinn átti sér leyndarmál í kjallaranum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænskur prestur fær reynslulausn – Dæmdur fyrir aðild að morði

Sænskur prestur fær reynslulausn – Dæmdur fyrir aðild að morði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skotárás í þýskum háskóla – Fjölmargir særðir

Skotárás í þýskum háskóla – Fjölmargir særðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn