fbpx
Föstudagur 28.janúar 2022
Pressan

Google Street View varð eftirlýstum mafíuforingja að falli

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. janúar 2022 17:15

Myndin sem varð Gammino að falli. Mynd:Google Street View

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tuttugu ár hafði ítalska lögreglan reynt að hafa uppi á mafíuleiðtoganum Gioacchino Gammino en án árangurs. En að lokum var það mynd, sem lögreglan fann á Google Street View, sem varð honum að falli og leiddi til þess að hann var handtekinn.

Gammino flúði úr fangelsi í Róm árið 2002. Allar götur síðan hafði lögreglan leitað hans og var hann ofarlega á lista hennar yfir þá glæpamenn sem hún vill helst hafa upp á.

Í fyrstu var talið að hann hefði flúið til Sikileyjar en 2014 heyrðust sögur um að hann væri erlendis og var evrópsk handtökuskipun þá gefin út á hendur honum. Síðar rakti lögreglan slóð hans til Spánar.

Með aðstoð Google Street View gat lögreglan síðan staðsett hann því lögreglumenn fundu myndir þar sem tveir menn stóðu fyrir utan ávaxta- og grænmetisverslunina El Huerto de Manu í bænum Galapagar, sem er norðvestan við Madríd. Annar mannanna líktist Gammino mjög og síðar gat lögreglan staðfest að það var hann sem var á myndinni.

Hann hafði búið þarna árum saman og rekið verslunina. Hann kallaði sig Manuel og rak einnig veitingastaðinn La Cocina de Manu.

Mynd sem lögreglan eftir handtökuna.

 

 

 

 

 

 

Sérsveit lögreglunnar handtók Gammino þann 17. desember en ekki var skýrt frá handtökunni fyrr en nú í vikunni. Búið er að loka versluninni og veitingastaðnum.

La Repubblica segir að Gammino hafi verið mjög hissa þegar hann var handtekinn og hafi spurt: „Hvernig funduð þið mig? Ég hef ekki hringt í fjölskyldu mína í 10 ár.“

Gammion var dæmdur í ævilangt fangelsi 1998 fyrir morð og fíkniefnabrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

WHO fylgist vel með – Nýtt afbrigði af Ómíkron sækir í sig veðrið

WHO fylgist vel með – Nýtt afbrigði af Ómíkron sækir í sig veðrið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Danir aflétta sóttvarnaaðgerðum

Danir aflétta sóttvarnaaðgerðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Presturinn átti sér leyndarmál í kjallaranum

Presturinn átti sér leyndarmál í kjallaranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

James Webb-geimsjónaukinn er kominn á áfangastað

James Webb-geimsjónaukinn er kominn á áfangastað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skotárás í þýskum háskóla – Fjölmargir særðir

Skotárás í þýskum háskóla – Fjölmargir særðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu gen sem veitir vörn gegn kórónuveirunni

Fundu gen sem veitir vörn gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu hlutir sem þú þværð örugglega aldrei en ættir að þvo

Tíu hlutir sem þú þværð örugglega aldrei en ættir að þvo