fbpx
Sunnudagur 22.maí 2022
Pressan

Ótrúleg sala hjá Apple þrátt fyrir heimsfaraldur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. janúar 2022 06:19

iPhone er ein af aðalsöluvörum Apple.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að það gangi vel hjá Apple að selja vörur sínar og þjónustu þessi misserin og virðist heimsfaraldur kórónuveirunnar ekki hafa afgerandi áhrif á afkomu fyrirtækisins. Það hefur verið skortur á kísilflögum í heiminum á síðustu misserum og það hefur haft áhrif á sölu margra raftækja en þrátt fyrir það var salan mjög góð hjá Apple á síðasta ársfjórðungi, sem lauk 25. desember.

Á ársfjórðungnum nam sala fyrirtækisins 123,9 milljörðum dollara. Það er 11% hærri upphæð en á sama tíma árið 2020 að því er segir í fréttatilkynningu frá Apple.

Haft er eftir Tim Cook, forstjóra fyrirtækisins, að þessi góða niðurstaða byggist á besta úrvali sögunnar hjá fyrirtækinu af vörum og þjónustu.

Söluhæsta varan var iPhone en salan á símunum stóð undir rúmlega helmingi veltunnar á fjórðungnum en hún nam 71,6 milljörðum dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maður „grillaður lifandi“ eftir afskipti lögreglu á bensínstöð – „Hann er vafinn í og úr sáraumbúðum daglega“

Maður „grillaður lifandi“ eftir afskipti lögreglu á bensínstöð – „Hann er vafinn í og úr sáraumbúðum daglega“
Pressan
Í gær

Reyna að fá Rússa til að flytja norður á bóginn – Lofa þeim ókeypis jarðnæði

Reyna að fá Rússa til að flytja norður á bóginn – Lofa þeim ókeypis jarðnæði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Slæm tíðindi frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni – Sjórinn heitari en nokkru sinni áður

Slæm tíðindi frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni – Sjórinn heitari en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rokkstjörnumorðinginn dæmdur í lífstíðarfangelsi – Var með Ted Bundy á heilanum og myrti 18 ára stúlku með hrottafengnum hætti

Rokkstjörnumorðinginn dæmdur í lífstíðarfangelsi – Var með Ted Bundy á heilanum og myrti 18 ára stúlku með hrottafengnum hætti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttaslegnir borgarar tilkynntu um ljón – Ekki var allt sem sýndist

Óttaslegnir borgarar tilkynntu um ljón – Ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leyndarmálin í kjallara Taj Mahal – „Yfirvöld lokuðu herbergjunum fyrir almenningi eftir það“

Leyndarmálin í kjallara Taj Mahal – „Yfirvöld lokuðu herbergjunum fyrir almenningi eftir það“