fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
Pressan

Neitar að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni – Gæti kostað hann lífið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 07:00

DJ Ferguson á sjúkrahúsinu. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DJ Ferguson, 31 árs Bandaríkjamaður, hefur bráða þörf fyrir að fá nýtt hjarta. Röðin var komin að honum að fá hjarta en nú hefur hann verið tekinn af lista yfir þá sem eiga að fá líffæragjöf. Ástæðan er að hann neitar að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni.

CBS Boston skýrir frá þessu. Fram kemur að DJ hafi átt að gangast undir hjartaígræðslu á Brigham and Women‘s Hospital í Boston en hafi verið tekinn af biðlista, þar sem hann var fremstur, af því að hann vill ekki láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni.

Faðir hans, David Ferguson, segir að DJ hafi bráða þörf fyrir að fá nýtt hjarta en standi fastur á því að láta ekki bólusetja sig. Bólusetning myndi tryggja honum sæti á biðlistanum á nýjan leik.

„Þetta er svolítið á móti grundvallarhugsjónum hans því hann trúir ekki á þetta. Þetta er pólitík sem þeir eru að framfylgja og af því að hann vill ekki láta bólusetja sig er búið að taka hann af biðlistanum eftir hjartaígræðslu. Sonur minn er við dauðans dyr af því að hann stendur fast á sínum skoðunum,“ sagði David.

Talsmaður sjúkrahússins, sem er háskólasjúkrahús á vegum Harvard, sagði að samkvæmt reglum sjúkrahússins um líffæraígræðslur þurfi líffæraþegar að fá tvo skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni áður en þeir gangast undir líffæraígræðslu. Þetta séu sömu reglur og gildi annars staðar í landinu. Bólusetning sé nauðsynleg til að auka líkurnar á að líffæraígræðsla takist vel og að sjúklingurinn lifi hana af.

Fjölskylda DJ hefur íhugað að flytja hann á annað sjúkrahús þar sem ekki eru gerðar sömu kröfur um bólusetningu en óttast að hann lifi flutninginn ekki af. „Við erum að skoða alla möguleika en tíminn er að renna frá okkur,“ sagði David.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknaði eftir að hafa verið í dái í sex mánuði – Fékk skelfilegar fréttir

Vaknaði eftir að hafa verið í dái í sex mánuði – Fékk skelfilegar fréttir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átök glæpagengja á Haíti hafa kostað á annað hundrað manns lífið

Átök glæpagengja á Haíti hafa kostað á annað hundrað manns lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Apple hættir framleiðslu iPod

Apple hættir framleiðslu iPod
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti unnustuna og fór út í garð til að grafa líkið – Þá gripu örlögin í taumana

Myrti unnustuna og fór út í garð til að grafa líkið – Þá gripu örlögin í taumana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Jóakim prins og Alexandra greifynja sendu tilkynningu frá sér – „Við erum brjáluð“

Jóakim prins og Alexandra greifynja sendu tilkynningu frá sér – „Við erum brjáluð“