fbpx
Miðvikudagur 18.maí 2022
Pressan

Björguðu 191 flóttamanni undan ströndum Flórída

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 08:00

Báturinn var yfirhlaðinn. Mynd:US Coast Guard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska strandgæslan bjargaði á þriðjudaginn 191 flóttamanni undan ströndum Flórída. Fólkið var í yfirfullum báti um 64 kílómetra suðvestan við Great Inagua sem er ein Bahamaeyja.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá strandgæslunni. Fram kemur að fólkið hafi verið tekið um borð í skip strandgæslunnar og fengið læknisaðstoð, mat og drykk og öruggan svefnstað. Fólkið er frá Haítí.

Á myndinni, sem strandgæslan sendi frá sér, sést að báturinn var yfirfullur og risti djúpt.

David Steele, lautinant hjá strandgæslunni, sagði að aðstæður um borð í bátum, sem eru notaðir til að flytja flóttafólk, séu slæmar. Það vanti allan öryggisbúnað og bátarnir séu ekki smíðaðir fyrir langferðir.

Hann sagði að strandgæslan sinni öflugu eftirliti nærri Haíti, Dóminíska lýðveldinu, Kúbu, Púertó Ríkó og Bahama.

Frá því í október hefur strandgæslan bjargað 802 Haítíbúum sem voru á leið til Bandaríkjanna yfir hafið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknaði eftir að hafa verið í dái í sex mánuði – Fékk skelfilegar fréttir

Vaknaði eftir að hafa verið í dái í sex mánuði – Fékk skelfilegar fréttir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átök glæpagengja á Haíti hafa kostað á annað hundrað manns lífið

Átök glæpagengja á Haíti hafa kostað á annað hundrað manns lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Apple hættir framleiðslu iPod

Apple hættir framleiðslu iPod
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti unnustuna og fór út í garð til að grafa líkið – Þá gripu örlögin í taumana

Myrti unnustuna og fór út í garð til að grafa líkið – Þá gripu örlögin í taumana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Jóakim prins og Alexandra greifynja sendu tilkynningu frá sér – „Við erum brjáluð“

Jóakim prins og Alexandra greifynja sendu tilkynningu frá sér – „Við erum brjáluð“