Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá strandgæslunni. Fram kemur að fólkið hafi verið tekið um borð í skip strandgæslunnar og fengið læknisaðstoð, mat og drykk og öruggan svefnstað. Fólkið er frá Haítí.
Á myndinni, sem strandgæslan sendi frá sér, sést að báturinn var yfirfullur og risti djúpt.
David Steele, lautinant hjá strandgæslunni, sagði að aðstæður um borð í bátum, sem eru notaðir til að flytja flóttafólk, séu slæmar. Það vanti allan öryggisbúnað og bátarnir séu ekki smíðaðir fyrir langferðir.
Hann sagði að strandgæslan sinni öflugu eftirliti nærri Haíti, Dóminíska lýðveldinu, Kúbu, Púertó Ríkó og Bahama.
Frá því í október hefur strandgæslan bjargað 802 Haítíbúum sem voru á leið til Bandaríkjanna yfir hafið.