fbpx
Sunnudagur 22.maí 2022
Pressan

Óvænt niðurstaða norskrar rannsóknar – Kórónuveiran var hugsanlega til staðar í Noregi 2019

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 18:30

Deltacron er nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Ahus háskólasjúkrahúsið í Noregi hafa fundið mótefni gegn COVID-19 í blóðsýnum frá því í desember 2019 en fyrsta staðfesta tilfelli COVID-19 í Evrópu var mánuði síðar.

„Þetta kom mjög á óvart. Við rannsökuðum blóðsýni aftur til desember til að vera viss um að fara nægilega langt aftur í tíma. Við áttum því ekki von á að fá jákvæða svörun svona snemma,“ er haft eftir Anne Eskild, verkefnastjóra rannsóknarinnar, í fréttatilkynningu sem var birt á heimasíðu Ahus.

Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar í Evrópu hefur fram að þessu verið talið hafa verið staðfest 27. janúar 2020 og fyrsta staðfesta tilfellið í Noregi var 24. febrúar 2020.

Blóðsýnið, sem vísindamennirnir við Ahus fundu mótefnið í, er frá því á sama tíma og fyrsta tilfelli veirunnar var staðfest í Kína.

Blóðsýnin, sem voru rannsökuð, voru tekin úr barnshafandi konum á Ahus frá því í desember 2019 fram í desember 2020. Blóðsýni eru tekin úr öllum barnshafandi konum í Noregi til að rannsaka hvort þær séu með sýfilis. Sýnin eru síðan geymd í því skyni að hægt sé að rannsaka þau síðar ef þörf þykir vegna eftirlits með smitsjúkdómum.

Vísindamennirnir rannsökuðu blóð úr 6.520 konum og var mótefni gegn kórónuveirunni í 98 sýnum. Vísindamennirnir segja að reikna megi með að einhver hluti svaranna hafi verið falskur en allt bendi samt sem áður til að veiran hafi verið komin til Noregs 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Airbnb er komið með „OMG“ síu – Þetta eru geggjuðustu húsin sem eru til leigu – Myndir

Airbnb er komið með „OMG“ síu – Þetta eru geggjuðustu húsin sem eru til leigu – Myndir
Pressan
Í gær

Vinur Pútíns montar sig við ung börn – „Hérna sjáiði tilraunaskot flauganna okkar“

Vinur Pútíns montar sig við ung börn – „Hérna sjáiði tilraunaskot flauganna okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrap Boeing 737-800 flugvélar í Kína í mars var líklega viljaverk

Hrap Boeing 737-800 flugvélar í Kína í mars var líklega viljaverk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjárfesting upp á 19.000 milljarða – Tífalda vindorkuframleiðslu í Norðursjó

Fjárfesting upp á 19.000 milljarða – Tífalda vindorkuframleiðslu í Norðursjó
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flytur inn til Elísabetar drottningar

Flytur inn til Elísabetar drottningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kórónuveirufaraldur geisar í Norður-Kóreu – Yfirvöld hvetja fólk til að skola kverkarnar með saltvatni og drekka geitatoppste

Kórónuveirufaraldur geisar í Norður-Kóreu – Yfirvöld hvetja fólk til að skola kverkarnar með saltvatni og drekka geitatoppste