fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Pressan

Lögreglustjórinn komast að leyndarmálinu hennar – „Það var eins og yfirmennirnir fylgdust með svefnherberginu mínu“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 06:06

Melissa í sitthvorri vinnunni. Mynd:Instagram/LexiBella

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 28 ár hafði Melissa Williams starfað sem lögreglukona í Colorado í Bandaríkjunum. Frá því í maí 2020 og fram í ágúst á síðasta ári átti hún sér leyndarmál sem hún gætti vel að halda frá samstarfsfólki sínu. En í ágúst komst vinnufélagi á snoðir um leyndarmálið og lét lögreglustjórann vita. Í kjölfarið var Melissa sagt upp störfum.

Það var í maí 2020 sem Melissa ákvað að koma sér upp aðgangi á OnlyFans og byrja að selja djarfar myndir af sér og eiginmanni sínum. Mirror skýrir frá þessu. Melissa, sem er 46 ára, segir að upphaflega hafi þau opnað þennan aðgang til að krydda kynlífið aðeins og þess utan hafi þetta hjálpað henni að glíma við álag vegna starfs hennar sem lögreglukona.

„Það var draumur minn frá 10 ára aldri að verða lögreglukona. Ég varð að sanna mig 10 sinnum meira en karlarnir og ég var mjög góð lögga. Ég var virt og vinnufélögum mínum líkaði vel við mig. Ég hélt einkalífi mínu algjörlega frá lögreglustarfinu og það hafði aldrei áhrif á hæfni mína til að sinna vinnunni minni,“ sagði Melissa sem er tveggja barna móðir.

Melissa við skyldustörf. Mynd:Instagram/LexiBella

Í 18 mánuði birti hún djarft myndefni á OnlyFans undir dulnefninu Lexi Bella og ekki skemmdi fyrir að þau hjónin höfðu vel upp úr þessu fjárhagslega. Allt lék því í lyndi þar til í ágúst þegar yfirmanni hennar barst ábending um þessa aukavinnu hennar.

Hún fékk tölvupóst þar sem þetta var borið upp á hana og um leið komst hún að því að einhverjir vinnufélagar hennar höfðu kjaftað og sumir höfðu fylgst með henni á OnlyFans. „Kvörtunin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Mér brá mikið og fylltist örvæntingu því ég vildi ekki að þessar tvær hliðar lífs míns rækjust á,“ sagði hún.

Ein af myndunum á OnlyFans. Mynd:Instagram/LexiBella

Hún sagðist hafa orðið mjög reið og skammast sín því í kvörtuninni kom fram að fimm vinnufélagar hennar hefðu fengið aðgang að síðu hennar á OnlyFans til að rannsaka það sem hún var að gera utan vinnutímans.

„Mér fannst þetta ekki fagmannlegt eða nauðsynlegt. Það var eins og þeir vildu bara sjá mig nakta. Eftir þessa „rannsókn“ var myndum af mér dreift meðal lögreglumanna og fangavarða. Þetta var eins og hvert annað slúður,“ sagði hún.

Hún neyddist til að fá frí frá lögreglustarfinu því hún gat ekki sofið eða borðað vegna málsins. Þess utan taldi hún OnlyFans aðganginn ekki vera vinnu, þarna væri bara um einkaefni að ræða sem hún hefði sjálf ákveðið að deila.

Melissa. Mynd:Instagram/LexiBella

„Ég var aldrei í einkennisfatnaði á myndunum. Ég notaði falskt nafn. Flestir aðdáenda minna telja að ég sé heimavinnandi húsmóðir. Það var eins og yfirmennirnir fylgdust með svefnherberginu mínu,“ sagði hún.

Í lok ágúst var hún send í 12 vikna veikindaleyfi vegna stress og kvíða. Þegar hún sneri aftur til vinnu beið hennar uppsagnarbréf og eingreiðsla upp á sem svarar til um fjögurra milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum