fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Pressan

WHO fylgist vel með – Nýtt afbrigði af Ómíkron sækir í sig veðrið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 07:00

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO fylgist náið með BA.2, sem er undirafbrigði Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar, sem er í mikilli sókn víða um heim. WHO telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af afbrigðinu að svo stöddu en fylgist náið með því vegna þess hversu margir smitast af því.

Dpa skýrir frá þessu. BA.2 er mjög útbreitt í Danmörku og hefur einnig sótt í sig veðrið í Noregi og Bretlandi auk fleiri landa. Það hefur einnig fundist í Bandaríkjunum en er ekki talið mjög útbreitt þar.

Ekki er að sjá að afbrigðið sé banvænna en fyrri afbrigði en það er talið geta verið enn meira smitandi en upphaflega afbrigði Ómíkron.

WHO hefur einnig áhyggjur af upphaflega afbrigði Ómíkron vegna fjölda smita á heimsvísu en met var slegið síðustu sjö daga hvað varðar fjölda smita á dag. WHO segir að 21 milljón nýrra smita hafi verið staðfest síðustu sjö daga og hefur fjöldinn aldrei verið meiri á sjö daga tímabili frá upphafi heimsfaraldursins. Þetta svarar til 5% aukningar frá vikunni áður og 20% aukningar frá vikunni þar á undan.

Ljósi punkturinn í þessu öllu er þó að þau lönd sem lentu í hröðum vexti smittilfella í nóvember og desember af völdum Ómíkron eru byrjuð að sjá tölurnar fara niður á við að sögn WHO.

Á heimsvísu voru smit af völdum Ómíkron 89,1% síðustu sjö daga en 10,7% af völdum Delta sem var áður ráðandi afbrigði.

Um 50.000 andlát af völdum COVID-19 voru skráð hjá WHO síðustu sjö daga en það er nokkurn veginn sami fjöldi og vikuna á undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrap Boeing 737-800 flugvélar í Kína í mars var líklega viljaverk

Hrap Boeing 737-800 flugvélar í Kína í mars var líklega viljaverk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárfesting upp á 19.000 milljarða – Tífalda vindorkuframleiðslu í Norðursjó

Fjárfesting upp á 19.000 milljarða – Tífalda vindorkuframleiðslu í Norðursjó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flytur inn til Elísabetar drottningar

Flytur inn til Elísabetar drottningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kórónuveirufaraldur geisar í Norður-Kóreu – Yfirvöld hvetja fólk til að skola kverkarnar með saltvatni og drekka geitatoppste

Kórónuveirufaraldur geisar í Norður-Kóreu – Yfirvöld hvetja fólk til að skola kverkarnar með saltvatni og drekka geitatoppste
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaknaði eftir að hafa verið í dái í sex mánuði – Fékk skelfilegar fréttir

Vaknaði eftir að hafa verið í dái í sex mánuði – Fékk skelfilegar fréttir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim

Vilja senda nektarmyndir af fólki út í geim