fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Mætti með lík frænda síns á pósthúsið – Segist ekki hafa vitað að hann væri dáinn – „Ég er ekki auli“

Pressan
Mánudaginn 24. janúar 2022 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írskur maður vakti heldur betur athygli á föstudaginn þegar hann mætti með lík frænda síns á pósthúsið til að sækja lífeyrisgreiðslu hans, enda ekki á hverjum degi sem slíkt á sér stað.

Peadar Doyle lést á föstudaginn 66 ára að aldri. Skömmu síðar er talið að frændi hans, Declan Haughney ásamt öðrum ónefndum manni hafi reist jarðneskar leyfar Peadars við og dröslað honum á pósthúsið.

Nú hefur Declan þó tjáð sig um málið og segir að hann hafi aðeins ætlað að aðstoða ellihruman frænda sinn við gönguna. Líklega hafi Peadar látist á göngunni án þess að Declan eða félagi hans tækju eftir því.

Declan telur sig ranglega vera kallaðan morðingja og heldur fram sakleysi sínu.

„Hvers vegna ætti ég að ræna frænda minn? Ég er fertugur, ég er ekki barn, ég er ekki ungur maður. Ég er ekki auli sem labbar inn á pósthúsið með líki til að komast yfir peninga hans,“ sagði Declan í samtali við írska fjölmiðla.

„Er ég klikkaður? Er ég klikkaður? Það er ég ekki.“

Declan glímdi við fíkn á árum áður og segir að málið litist af fordómum vegna þess. Hann hafi fyrir 15 árum stolið pening af frænku sinni og farið í fangelsi fyrir það en í dag sé hann edrú og myndi ekki detta til hugar að leika þetta eftir

„Þess vegna eru allir að segja þetta. Þess vegna er verið að rifja þetta upp núna – því ég hef gert svona áður. Frænku minni barst greiðslukort í pósti og ég náði pin númerinu og var svo sakfelldur fyrir fjárdrátt, þess vegna er verið að rifja þetta upp. Fólkið hér í bænum man eftir þessu. En þetta var fyrir 15 árum. Ég er búinn að vera á snúrunni í þrjú ár og mér gengur vel.“

Declan telur að á stuttu göngunni frá heimili frændans að pósthúsinu hafi hann fengið hjartaáfall og látist.

„Svo við studdum hann þangað. Hann labbaði eins og venjulega og svo reikna ég með að hann hafi dáið. Þetta er engin lygi. Hann byrjaði að draga fæturna hérna hjá þessu gula skilti hérna en við pældum ekkert í því þar sem hann hafði fengið hjartaáfall og eitthvað.“

Síðan á pósthúsinu hafi þeir sleppt af honum takinu og hann fallið í jörðina og þeir áttað sig á því að hann væri látinn.

„Við vorum komnir í röðina. Við héldum við hann og svo þegar við komum í röðina slepptum við og hann bara féll.“

Declan segist enga ástæðu hafa haft fyrir því að ræna frændann. Þeir hafi búið saman og þeir deilt útgjöldum.

Lögreglan hefur nú staðfest að Peadar hafi látist af náttúrulegum sökum og ekki leikur grunur á saknæmri háttsemi.

„Hann er frændi minn. Hann er maðurinn sem ól mig upp. Ég er í áfalli. Hjartað mitt er brotið“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“