En nú hefur fjöldinn líklega tvöfaldast því stjörnufræðingar telja sig hafa fundið fjartungl sem hefur fengið nafnið Kepler-1708 b-i. Science Alert skýrir frá þessu.
Þetta nýuppgötvaða fjartungl er á braut um fjarplánetu sem er á braut um stjörnu í um 5.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni.
Stjörnufræðingarnir telja að hér sé um nokkuð stórt tungl að ræða en það virðist vera 2,6 sinnum stærra en jörðin. Það er líklega úr gas og má því líkja því við litla útgáfu af Neptúnusi.
Það var Kepler geimsjónaukinn sem kom stjörnufræðingunum á sporið en hann er notaður til að finna fjarplánetur.