fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Pressan

Fjórir fundust frosnir í hel í Kanada

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 08:00

Frá Manitoba. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fernt fannst frosið til bana í Kanada á miðvikudaginn. Þar af var eitt ungabarn. Líkin fundust aðeins nokkra metra frá bandarísku landamærunum í Manitoba. Snjór var á svæðinu og frostið var um 35 gráður þegar búið er að taka tillit til vindkælingar.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að talið sé að fólkið hafi allt frosið í hel. Lík tveggja fullorðinna og ungabarns fundust nokkrum metrum frá landamærum Bandaríkjanna og Kanada, nærri leið sem yfirvöld segja að sé oft notuð af förufólki sem reynir að komast til Bandaríkjanna frá Kanada. Næsti bær, Emerson í Manitoba, er í um tíu kílómetra fjarlægð. Fjórða líkið fannst síðar en það er af pilti á unglingsaldri.

Fyrr á miðvikudaginn handtóku bandarískir landamæraverðir hóp fólks sem var nýkominn yfir landamærin. Fólkið var með ýmsan búnað fyrir ungabarn með en ekkert barn. Af þeim sökum var farið að leita að fleira fólki báðum megin við landamærin. Eftir fjögurra klukkustunda leit fundust þrjú lík.

Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að maður hafi verið handtekinn nærri þessari leið förufólks og sé hann grunaður um að hafa smyglað fólki yfir landamærin. Hann er 47 ára og frá Flórída. Hann var stöðvaður af lögreglunni þegar hann ók um svæðið. Með honum í bílnum voru tveir Indverjar sem ekki voru með nein skilríki. Yfirvöld telja látna fólkið vera fórnarlömb í málinu, það hafi barist við mikinn kulda, endalausa akra, mikinn snjó og algjört myrkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum
Pressan
Fyrir 1 viku

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
Pressan
Fyrir 1 viku

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa