fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Nýburi lést eftir að hafa verið skilin eftir utan við slökkvistöð í Chicago

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 18:00

Frá Chicago.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Illinois í Bandaríkjunum geta foreldrar skilið nýfædd börn sín eftir á sjúkrahúsum, lögreglustöðvum eða slökkvistöðvum án þess að eiga á hættu að verða sóttir til saka fyrir að láta börnin frá sér. Þetta byggir á svokölluðum „Baby Safe Haven“ lögum sem gilda í ríkinu.

Á laugardaginn fundu slökkviliðsmenn nýfæddan dreng utan við slökkvistöð í Chicago og var hann látinn. Þeir fundu hann um klukkan 5 að morgni. Drengurinn hafði verið skilinn eftir í poka við slökkvistöðina. Nístingskuldi var þessa nótt. Slökkvistöðin er meðal skilgreindra staða þar sem er hægt að skilja nýbura eftir.

Sky News hefur eftir talsmanni slökkviliðsins að slökkviliðsmennirnir hafi verið svo mikið á ferðinni þessa nótt að enginn hafi heyrt í dyrabjöllunni. Hann sagði að þrátt fyrir að það megi skilja nýbura eftir á slökkvistöðinni þá verði fólk að afhenda einhverjum barnið, það dugi ekki að hringja bara dyrabjöllunni og láta sig svo hverfa á brott.

Lögreglan rannsakar nú málið og segir ekki vitað hversu lengi drengurinn hafði verið fyrir utan slökkvistöðina áður en hann fannst eða hvort hann var á lífi þegar hann var skilinn eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“