fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Pressan

Fyrrum ástkona Andrew prins – „Ég held að hún hafi notað mig sem agn“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 05:52

Andrew Bretaprins og Jeffrey Epstein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi sýndi breska sjónvarpsstöðin ITV heimildarmynd um Ghislaine Maxwell, prins Andrew og Jeffrey Epstein. Í heimildarmyndinni var farið yfir mál Maxwell og prinsins og ásakanir þær sem hafa verið settar fram á hendur prinsinum um kynferðisofbeldi.

Meðal annars var rætt við hina 45 ára Lady Victoria Hervey, sem er fyrrum fyrirsæta, en hún er sögð hafa átt í skammvinnu ástarsambandi við prinsinn um hríð. Þá hitti hún Epstein og Maxwell og telur að þau hafi notað hana sem agn til að finna ungar stúlkur fyrir Epstein sem var síðar dæmdur fyrir barnaníð.

Lady Victoria Hervey. Mynd:Getty

„Ég held að hann (Epstein, innsk. blaðamanns) hafi slakað á og beðið eftir að hún (Maxwell, innsk. blaðamanns) myndi fara á veiðar og finna stúlkur sem þurfti til að hafa ofan af fyrir vinum hans. Ég held að hún hafi notað mig sem agn,“ segir Lady Hervey í myndinni. Hún segist jafnframt telja að Epstein hafi verið höfuðpaurinn en hafi samt sem áður ekki getað gert þetta án aðstoðar frá Maxwell.

Ghislaine Maxwell. Mynd/Getty

Meira en bara vinir

Eftir því sem Paul Page, sem var öryggisvörður í Buckinghamhöll frá 1998 til 2004, segir í myndinni þá lá meira en bara vinátta að baki sambands Maxwell og Andrew. Hann hitti Maxell í fyrsta sinn 2001 en hefur aldrei áður tjáð sig um hana og samband hennar við bresku konungsfjölskylduna. „Út frá því hvernig hún fékk að ganga inn og út úr höllinni að vild áttuðum við okkur … grunaði okkur að hún ætti í ástarsambandi við Andrew,“ segir hann og bætir við að einn vinnufélagi hans hafi tekið eftir því að dag einn kom hún fjórum sinnum til hallarinnar á einum degi, frá morgni til kvölds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins
Pressan
Fyrir 1 viku

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað
Pressan
Fyrir 1 viku

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu