fbpx
Sunnudagur 29.maí 2022
Pressan

Fleiri drónar sáust við sænskt kjarnorkuver og víðar í gær

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 07:55

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var tilkynnt um flug dróna við Forsmarks kjarnorkuverið í Svíþjóð og einnig barst fjöldi tilkynninga um dróna á flugi víða á Stokkhólmssvæðinu. Lögreglan og strandgæslan voru að störfum í skerjagarðinum og segist Aftonbladet hafa heimildir fyrir að lögreglan sé að rannsaka hvort drónarnir komi utan af hafi, hafi tekið á loft frá skipum eða bátum.

Lögreglan notaði þyrlu við leitina að drónunum. Talsmaður lögreglunnar sagði að fjöldi tilkynninga hafi borist frá almenningi og að lögreglumenn hafi séð fjölda dróna á flugi við Stokkhólm.

Expressen segir að „fullkominn dróni“ hafi sést við Drottningholms höllina í gærkvöldi. Meðal sjónarvotta voru nokkrir lögreglumenn. Fyrr um daginn sást dróni við Forsmarks kjarnorkuverið.

Á föstudaginn sáust stórir og fullkomnir drónar á flug við sænsk kjarnorkuver og víðar og hefur þetta valdið Svíum áhyggjum því þeir hafa miklar áhyggjur af framferði og ágangi Rússa þessa dagana og tengja margir flug drónanna við Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 200 lík í kjallaranum

Fundu 200 lík í kjallaranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yohana kom upp um morðingja sinn á síðustu sekúndum lífsins

Yohana kom upp um morðingja sinn á síðustu sekúndum lífsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegt mál skekur Svíþjóð – 14 ára stúlka var sögð hafa tekið eigið líf – Lögreglan trúði því ekki

Skelfilegt mál skekur Svíþjóð – 14 ára stúlka var sögð hafa tekið eigið líf – Lögreglan trúði því ekki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norðurkóresk yfirvöld segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum

Norðurkóresk yfirvöld segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrsti rússneski hermaðurinn til að vera sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu

Fyrsti rússneski hermaðurinn til að vera sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist vera tímaferðalangur og spáir miklum hamförum á árinu

Segist vera tímaferðalangur og spáir miklum hamförum á árinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna