fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Pressan

Tannlæknirinn var ekki allur þar sem hann var séður – Voðaverkið og lygarnar færðu honum 620 milljónir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 05:55

Lawrence. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Lawrence Rudolph sneri aftur til Bandaríkjanna frá Sambíu 2016 fékk hann 4,8 milljónir dollara, sem svara til um 620 milljóna íslenskra króna, greiddar frá sjö tryggingafélögum. Um líftryggingu eiginkonu hans, Bianca, var að ræða. Þau hjónin höfðu farið saman í veiðiferð til Sambíu. Þar lést Bianca þegar hún var skotin með haglabyssu í bringuna.

Lawrence sagði að um óhapp hafi verið að ræða þar sem Bianca hafi fyrir slysni skotið sjálfa sig. Í fyrstu tókst þessum 67 ára tannlækni að sannfæra lögregluna í Sambíu um að Bianca hefði skotið sjálfa sig fyrir slysni. Hann gat því haldið heim á leið laus allra mála. Þegar heim var komið hélt hann áfram sambandi sínu við ástkonu sína en það hafði staðið yfir árum saman. Að auki fékk hann sjö líftryggingar Bianca greiddar út.

En nú situr Lawrence í fangelsi í Colorado og bíður þess að mál hans verði tekið fyrir. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa skotið Bianca til bana. Bandaríska alríkislögreglan FBI var ekki eins ginkeypt fyrir frásögn hans og lögreglan í Sambíu og því er málið nú komið í þennan farveg. Daily Mail skýrir frá þessu.

Fram kemur að hjónin hafi farið til Sambíu í október 2016 til veiða en þau voru bæði áhugasamir veiðimenn. Ætlunin var að Bianca myndi skjóta hlébarða. En því náði hún ekki því 11. október heyrðist skothvellur í kofa hjónanna. Bianca hafði orðið fyrir skoti úr haglabyssu í bringuna og var látin er að var komið. Lawrence sagðist hafa verið á klósettinu þegar Bianca hafi fyrir slysni skotið sjálfa sig í bringuna þegar hún var að pakka búnaði þeirra niður fyrir veiðiferð dagsins.

Lögreglan trúði þessu og Lawrence fékk að fara heim til Pittsburgh í Pennsylvania þar sem hann rekur tannlæknastofu.

Grunur vaknar

 Lawrence og Bianca gengu í hjónaband 1982 en hjónabandið virðist ekki hafa verið hamingjusamt.

Eftir andlát hennar setti vinkona hennar sig í samband við FBI því hún taldi að Lawrence hefði ekki sagt satt um málavexti. Vinkona sagði FBI að Lawrence hefði árum saman haldið framhjá Biana með mörgum konum. „En þau skildu aldrei. Lawrence vildi ekki missa peningana sína og Bianca vildi ekki fallast á skilnað vegna sterkrar kaþólskrar trúar sinnar,“ sagði vinkona. Hjónin áttu tvö börn saman.

Lawrence og Bianca ásamt leiðsögumanni. Mynd:Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

Daginn eftir útför Bianca keypti Lawrence flugmiða fyrir konu sem FBI telur vera unnustu hans. hann hafði verið með þessari konu í Cabo San Lucas í Mexíkó áður en Bianca lést. Það var einmitt þar sem Lawrence var handtekinn í desember, grunaður um að hafa myrt Bianca.

FBI hefur unnið að rannsókn málsins síðan 2016 og yfirheyrslur yfir eiginkonu eins leiðsögumanna hjónanna í Sambíu vörpuðu ljósi á viðbrögð Lawrence eftir dauða Bianca. Hún sagði að Lawrence hefði mútað yfirvöldum í Sambíu til að hægt væri að brenna lík Bianca fljótlega eftir dauða hennar en það er mjög óvenjulegt að kaþólikkar séu brenndir.

Þremur árum eftir dauða Bianca sagði kona, fyrrum starfsmaður á tannlæknastofu Lawrence, FBI að hún hefði átt í ástarsambandi við Lawrence í 15 til 20 ár. Hún hafði krafist þess að Lawrence myndi yfirgefa Bianca til að fara að búa með henni.

Gat hún skotið sjálfa sig?

Einn hluti af rannsókn FBI beindist að því að rannsaka hvort Bianca hefði getað skotið sig í bringuna með haglabyssu af gerðinni Browning.

Bæði FBI og yfirréttarmeinafræðingur Colorado hafa komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi ekki getað skotið sjálfa sig í bringuna af þeirri einföldu ástæðu að hún gat ekki náð í gikkinn til að hleypa skoti af. Réttarmeinafræðingurinn segir í umsögn sinni að það hafi verið líkamlega útilokað að hún hafi getað náð í gikkinn og þannig skotið sig fyrir slysni.

Lawrence neitar sök og sakar FBI um „nornaveiðar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja þetta ástæðu útbreiðslu apabólunnar

Segja þetta ástæðu útbreiðslu apabólunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrsti rússneski hermaðurinn til að vera sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu

Fyrsti rússneski hermaðurinn til að vera sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ófagrar niðurstöður nýrrar könnunar – Svona sjaldan skipta einhleypir karlar á rúminu sínu

Ófagrar niðurstöður nýrrar könnunar – Svona sjaldan skipta einhleypir karlar á rúminu sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segist vera tímaferðalangur og spáir miklum hamförum á árinu

Segist vera tímaferðalangur og spáir miklum hamförum á árinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppgötvun í helli í Laos gæti leyst eina stærstu ráðgátuna varðandi þróun mannkyns

Uppgötvun í helli í Laos gæti leyst eina stærstu ráðgátuna varðandi þróun mannkyns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Náði að rífa sig lausan úr kjafti krókódíls

Náði að rífa sig lausan úr kjafti krókódíls