fbpx
Þriðjudagur 25.janúar 2022
Pressan

Fékk að minnsta kosti 8 skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni – Segir það auka heilbrigði sitt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. janúar 2022 16:00

Bóluefni gegn kórónuveirunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brahmdeo Mandal, 65 ára indverskur maður, fékk að minnsta kosti átta skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni á síðasta ári. Sjálfur segist hann hafa fengið ellefu skammta. Þessi fyrrum póstmaður segir að bóluefnið hjálpi honum að losna við vöðvaverki og aðra verki og auki almennt heilbrigði hans. Hann segist ekki hafa fundið fyrir neinum aukaverkunum eftir alla þessa skammta.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að Mondal hafi verið hindraður í að fá það sem hann sagði vera tólfta skammtinn.

Rannsókn er hafin á hvernig Mandal, sem býr í Madhepura, tókst að fá svona marga skammta. Yfirlæknir héraðsins sagði í samtali við BBC að nú þegar liggi fyrir að Mandal hafi tekist að fá átta bólusetningar.

Boðið er upp á bólusetningar á 90.000 stöðum í þessu fjölmennasta ríki heims. Fólk getur bæði pantað sér tíma eða mætt án tímapöntunar.  Fólk þarf að framvísa skilríkjum þegar það mætir í bólusetningu og er upplýsingunum safnað í miðlægan gagnagrunn.

BBC segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að Mandal hafi eitt sinn tekist að láta bólusetja sig með hálfrar klukkustundar millibili og voru báðir skammtarnir skráðir í miðlæga gagnagrunninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar sænska bæjarins Fucke vilja breyta nafni hans

Íbúar sænska bæjarins Fucke vilja breyta nafni hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“

„Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ómíkron gæti markað endi heimsfaraldursins nema þetta gerist segir Fauci

Ómíkron gæti markað endi heimsfaraldursins nema þetta gerist segir Fauci