fbpx
Þriðjudagur 27.september 2022
Pressan

WHO segir að endurteknir örvunarskammtar séu ekki nothæf aðferð til frambúðar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 08:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingahópur á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO segir að það sé ekki nothæf aðferð til frambúðar að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Þess í stað verði að þróa alveg ný bóluefni og að ríku þjóðirnar eigi að láta fátæku þjóðirnar fá umframbirgðir sínar af bóluefnum.

Víða í hinum vestræna heimi stendur fólki nú til boða að fá örvunarskammt af bóluefnum gegn kórónuveirunni því áhrif þeirra dvína með tímanum. Þessum örvunarskömmtum hefur verið flýtt víða vegna mikillar útbreiðslu Ómíkronafbrigðisins en aldrei fyrr, síðan heimsfaraldurinn brast á, hefur fjöldi smita verið álíka mikill og nú er.

Hópurinn segir að það sé ekki rétta leiðin gegn þeim afbrigðum kórónuveirunnar, sem kunna að koma fram í framtíðinni, að gefa örvunarskammta af bóluefni.  Sú aðferð virki ekki til frambúðar. Segir hópurinn að gögn sýni að bóluefnin komi ekki í veg fyrir smit af völdum nýrra afbrigða og betra sé að nota þau til að bólusetja íbúa fátækra ríkja.

WHO segir að faraldurinn á Vesturlöndum auki enn á ójafnvægið í skiptingu bóluefna því með því að gefa örvunarskammt taki Vesturlönd enn meira af bóluefnunum til sín, bóluefni sem ættu að fara til fátæku ríkjanna. Í Evrópu hafa tæplega 80% lokið bólusetningu en í Afríku er hlutfallið 9% og í sumum löndum er það undir 5%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mikil aukning á fjölda bóka sem eru bannaðar í bandarískum skólum

Mikil aukning á fjölda bóka sem eru bannaðar í bandarískum skólum
Pressan
Í gær

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Indversk stjórnvöld sökuð um að láta Kínverjum eftir land í Himalaya

Indversk stjórnvöld sökuð um að láta Kínverjum eftir land í Himalaya
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifa reykinga getur gætt í tvær kynslóðir

Áhrifa reykinga getur gætt í tvær kynslóðir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tvær sprengingar í Svíþjóð – Einn alvarlega slasaður

Tvær sprengingar í Svíþjóð – Einn alvarlega slasaður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fundu tvö lík heima hjá fyrrum borgarstjóra

Fundu tvö lík heima hjá fyrrum borgarstjóra